Zoom fundur
Á þessum viðburði mun formaður hópsins spjalla við Alan Murray um nýútkomna bók hans Advanced Excel Success.
Alan er Excel og Power BI ráðgjafi og kennari og hefur verið að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki í rúmlega tuttugu ár. Hann er með Excel bloggið Computergaga.com og hefur yfir 70 þúsund fylgjendur á Youtube rás sinni. Árið 2020 fékk Alan viðurkenninguna Microsoft MVP (Most Valuable Professional).
Það verður gaman að sjá hvaða skemmtilegu formúlur og Excel trikk Alan mun sýna okkur. Þetta er klárlega viðburður sem enginn Excel áhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara.