Excel spjall við Alan Murray - Microsoft MVP

Zoom fundur

Hlekkur á fund hér

Á þessum viðburði mun formaður hópsins spjalla við Alan Murray um nýútkomna bók hans Advanced Excel Success.

Alan er Excel og Power BI ráðgjafi og kennari og hefur verið að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki í rúmlega tuttugu ár. Hann er með Excel bloggið Computergaga.com og hefur yfir 70 þúsund fylgjendur á Youtube rás sinni. Árið 2020 fékk Alan viðurkenninguna Microsoft MVP (Most Valuable Professional). 

Það verður gaman að sjá hvaða skemmtilegu formúlur og Excel trikk Alan mun sýna okkur. Þetta er klárlega viðburður sem enginn Excel áhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara.

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Stjórnarfundur faghóps um Excel (Lokaður fundur)

Töflureiknar: saga, hlutverk, framtíð og hið flotta fyrirtæki Grid

 

Click here to join the meeting

Á þessum fyrsta viðburði Excel hópsins mun Hjálmar Gíslason frá Grid fara aðeins yfir sögu, hlutverk og framtíð töflureikna auk þess að sýna GRID lausnina og hvernig hún spilar inn í þessa framtíðarsýn.

Hjálmar Gíslason er stofnandi og framkvæmdastjóri GRID ehf, en það er fimmta sprotafyrirtækið sem hann setur á fót. GRID vinnur að lausn sem gerir notendum Excel og annarra töflureikna auðvelt að miðla gögnum og reiknilíkönum með skýrum, lifandi og öruggum hætti á netinu byggt á þeim töflureiknaskjölum og -þekkingu sem notendur búa þegar yfir.

Áður en við hleypum Hjálmari að mun formaður eiga nokkur orð, meðal annars fara yfir niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir meðlimi hópsins.

Fundur stjórnar faghóps um Excel (lokaður fundur)

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?