Orkuveita Reykjavíkur Bæjarháls 1, Reykjavík
ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun,
Þar sem að færri komust að en vildu á síðustu tvö erindi höfum við fengið þau Sesselíu og Andrés til endurtaka leikinn þann 17. október. Það eru allar líkur á að þessi viðburður verði líka uppbókaður. Tryggðu þér sæti núna.
Þú sem vörumerki
Leiðir til að auka sýnileika og skara framúr
Er hægt að nýta vörumerkjafræði til uppbyggingar á starfsframa?
Að byggja upp vörumerki er viðamikið og margslungið verkefni. Í markaðsfræðunum má finna margvíslegar kenningar um hvernig uppbyggingu vörumerkis skuli háttað. Á fundinum verður fjallað um hvaða þættir vega hvað þyngst og hvernig heimfæra megi fræðin á einstaklinga sem vörumerki. Einnig verða sagðar persónulegar sögur af fólki sem hefur nýtt sér vörumerkjafræðin og þannig átt auðveldara með faglega stefnumótun og aðgreiningu frá samkeppni.
Hvernig er hægt að auka sýnileika með persónulegri hæfni?
Af hverju skiptir máli að vera sýnilegur í sínu starfi? Á fyrirlestrinum verður farið yfir mikilvægi sýnileika einstaklinga og stjórnendateyma, á tímum þegar allir geta átt von á að lenda í slæmri umfjöllun. Fjallað verður um hvers vegna fólk þarf að gæta þess að vera sýnilegt af réttum ástæðum auk þess sem komið verður inn á hvernig sýnileiki hjálpar fólki að mynda tengsl.
Sesselía Birgisdóttir er með masterspróf í alþjóða markaðsfræði og vörumerkjastjórnun sem og master í stjórnun mannauðs með áherslu á breytingar og þekkingarmiðlun. Hún hefur mikla reynslu af sölu- og markaðsmálum, þá sérstaklega er viðkemur stafrænum heimi sem tekur sífelldum breytingum. Sesselía hefur hvað lengst starfað í Svíþjóð og var forstöðumaður markaðsmála og stafrænnar miðlunar hjá Advania en er nú komin til Íslandspósts sem framkvæmdastjóri Þjónustu- og markaðssviðs.
Andrés Jónsson er eigandi almannatengslafyrirtækisins Góð samskipti. Hann hefur starfað í almannatengslum undanfarin 15 ár en vann áður sem kynningarstjóri B&L og í fjölmiðlum. Hann var m.a. dagskrárgerðarmaður hjá RÚV auk þess sem hann stofnaði vefmiðilinn Eyjuna.
Andrés sérhæfir sig í krísustjórnun og stefnumótun. Hann hefur unnið fyrir fjölmörg stórfyrirtæki, stofnanir og ráðuneyti sem og einstaklinga, og haldið mörg námskeið og fyrirlestra um almannatengsl, krísustjórnun, starfsferilsstjórnun og ræktun tengsla jafnt innan fyrirtækja sem og í háskólum landsins. Undanfarin ár hefur Andrés verið stundakennari við MBA-nám Háskóla Íslands.