18. nóvember 2020 12:04
Upptaka af fundinum er aðgengileg hér. Guðmundur Arnar frá Akademias var í morgun með erindi um Ehrenberg Bass stofnunina í Ástralíu og kynnti lögmálin þeirra sem öll fyrirtæki, í öllum geirum og af öllum stærðum geta hagnýtt sér. Fundurinn var á vegum faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun.
Ehrenberg Bass stofnunin í Ástralíu er sú stærsta í heimi með fókus á markaðsfræði og vörumerki. Byron Sharp er forstöðumaður stofnunarinnar og er í dag án efa sá fræðimaður sem er að hafa mestu áhrifin á fræðin. Stofnunin vinnur fyrir fyrirtæki eins og P&G, Google, Facebook, Diageo, Nestle, General Mills, LinkedIn o.fl. leiðandi markaðsfyrirtæki heims.
Í gegnum áratugina hefur stofnunin véfengt mikið af mýtum um hvernig fyrirtæki geta látið vörumerkin sín vaxa. Mýtur sem margar hverjar eru fyrirferðamiklar í flestum markaðsfræðikennslubókum. Þau hafa kynnt markaðslögmál, sem eru marg vísindalega sönnuð, sem auka mikið líkur á árangursríku markaðsstarfi.
Stofnunin hefur gefið út tvær bækur með samantekt á rannsóknunum sínum. Þær eru báðar metsölubækur og án efa áhrifamestu markaðsfræðibækur síðustu 10-15 ára. Þær heita How Brands Grow: What Marketers Don't Know og How brands grow: Part 2. Íslandsvinir eins og Mark Ritson, Les Binet og Rory Sutherland segja Byron Sharp vera merkilegasta og áhrifamesta fræðimann á sviði markaðsmála í dag.
Trausti Haraldsson í stjórn faghóps um þjónustu og markaðsstjórnun kynnti Guðmund Arnar framkvæmdastjóra Akademías. Guðmundur hefur lengst af verið markaðsstjóri í ferðageiranum WOW, Icelandair og einnig verið hjá NOVA og Íslandsbanka. Fræðin í Ehrenberg-Bass ræðst á mikið af því sem við tökum sem víðteknum venjum í markaðsfræðunum.
Í 2000 ár var lausn á næstum öllum vanda blóðtaka. Það eru svo margar góðar hugmyndir í markaðsfræðunum en þær eru ekki nóg, þær er eins og blóðtaka en þarf að staðfesta af vísundunum. Guðmundur kynnti nokkur einstaklega áhugaverð lögmál markaðsfræðinnar. Dæmi voru tekin um hvaða hópur kaupir hvaða bíla og þar sást að það er nákvæmlega sami hópur sem kaupir flest alla bíla utan Range Rower. Einnig að við kaupum sjaldan vörumerki sem við þekkjum. 50% af jákvæðni til vörumerkis snýst um frægð og að komast upp í hugann. Öll vörumerki í vöruflokki deila viðskiptavinum með öðrum vörumerkjum í samræmi við markaðshlutdeild.
Mikilvægast af öllu er að auka markaðshlutdeild til að auka tryggð. Varðandi auglýsingar þá hafa þær áhrif í gegnum minnið. Sá sem er frægastur er fyrstur. Auglýsingar eiga að snúast um að við omum upp í hugann þegar fólk hugsar til vörunnar sem við erum með. Auglýsingar þurfa að hafa áhrif til lengri tíma. Þorðu að vera öðruvísi eins og NOVA! Vertu eftirtektarverður. Það er ekki nóg að vera þekkt merki heldur þarf líka að vera auðvelt að kaupa okkur. Af hverju kaupir fólk vöruna okkur, hvenær, hvar, með hverjum og með hverju öðru?
Fundurinn er aðgengilegur á heimasíðu Stjórnvísi.