Háskólinn í Reykjavík, Menntavegi 1 Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur, 101 Reykjavík, Ísland
Lean - Straumlínustjórnun,
Straumlínustjórnun
- janúar kl. 12.00 - 13.00 í HR stofu M1-22
Straumlínulögun verkefnastjórnunar
Verkefnastjórnun er í stöðugri þróun og sífellt bætast við nýjar aðferðir við stýringu verkefna. Á kynningunni mun Björk Grétarsdóttir verkefnastjóri í Landsbankanum segja frá lokaverkefni sínu við MPM námið. Í verkefninu var leitast við að bera verkefnastjórnun og straumlínustjórnunn saman út frá hæfniauga hugtakalykilsins og 25 helstu einkennum straumlínustjórnunar, og skoðað hvernig kortlagning virðisstrauma og sjónræn stjórnum (VMS töflur) falla að verkefnastjórnun. Þá mun hún einnig segja frá því hvernig þessar aðferðir nýtast henni í störfum sínum sem verkefnastjóri.
Allir sem hafa áhuga á verkefnastjórnun eða notkun á þessum aðferðum eru hvattir til að mæta