Hesthálsi 14, 110 Reykjavík Hestháls, Reykjavík, Ísland
Öryggisstjórnun,
Fundurinn hefst með aðalfundi Umhverfis- og öryggishóps sem stendur frá 8:15-8:30. Áhugasamir um stjórnarsetu vinsamlegast sendið póst á asdisj@n1.is.
Í framhaldi eða frá 8:30 til 10:00 munu Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri og Bergdís Ingibjörg Eggertsdóttir, verkefnisstjóri umhverfis- og öryggismála hjá Strætó segja frá uppbyggingu öryggisstjórnunarkerfis hjá fyrirtækinu og bjóða upp á skoðunarferð um fyrirtækið.
Strætó hefur lagt mikla áherslu á öryggismál á undanförnum árum og er núna við þröskuld þess að fá formlega vottun á öryggisstjórnkerfi sitt skv. OHSAS-18001 staðli. Afleiðingar þátta sem rekja má beint til öryggismála voru að fjarvistir starfsmanna vegna starfstengdra sjúkdóma, s.s. stoðkerfissjúkdóma og vegna slysa á vinnustað, voru orðnar allmiklar. Við það bættust þættir á borð við tjón á eignum og kostnaði vegna þess. Ennfremur bætast við tjón vegna slysa á farþegum og hinum almenna borgara í umferðinni.
Það er kappsmál Strætós að draga úr tíðni og umfangi í öllum þessum þáttum með markvissum aðgerðum og hefur fyrirtækið þegar unnið að því markmiði með góðum árangri. Ávinningur þessara aðgerða fyrir fyrirtækið birtist m.a. í færri fjarvistum starfsmanna og betri nýtingu í tækjakosti sem hefur sparað fyrirtækinu allmiklar fjárhæðir á hverju ári. Auk fjárhagslegs ávinnings hafa áherslur um bætt öryggi bætt þjónustustig þar sem bæði mannskapur og tæki eru úti að þjónusta viðskiptavininn og bætt þjónusta hefur þannig bætt ímynd fyrirtækisins út á við.
Heildarfjöldi þátttakenda: 25 manns