Whales of Iceland Fiskislóð 23-25, Reykjavík
ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun,
Arnar frá Digido ætlar að fjalla um strauma og stefnur í markaðssetningu á netinu, þá möguleika sem eru til staðar, hvað virkar og hvað virkar ekki. Farið verður um víðan völl, bæði í innlendri og alþjóðlegri markaðssetningu á netinu. Sérstök áhersla verður á Google ads og facebook ads auglýsingatækin og hvernig hægt sé að fá sem allra mest út úr þeim.
Tryggvi Freyr Elínarson, eigandi og framkvæmdastjóri Datera mun svo fjalla um hlutverk snjallbirtinga í stafrænu markaðsstarfi og sýna áhugaverð og árangursrík dæmi frá íslenskum fyrirtækjum. Hvað eru snjallbirtingar og hvers vegna geta þær dregið svona mikið úr markaðskostnaði samhliða auknum árangri. Hvaða tækni liggur þarna að baki og er þetta eitthvað sem öll fyrirtæki geta nýtt sér, bæði stór og smá?