Fundur á vegum umhverfis- og öryggishóps
Öryggis- og umhverfisstjórnun við enduruppbyggingu lyfjaverksmiðju Actavis hf.
Dagskrá:
8:00 – 8:15
Boðið verður upp á morgunkaffi og meðlæti.
8:15 – 8:30
Aðalfundarstörf faghóps um umhverfis- og öryggisstjórnun.
8:30 – 9:15
Leó Sigurðsson, sviðsstjóri öryggis-, heilsu- og umhverfissviðs Actavis flytur erindið: "Öryggis- og umhverfisstjórnun við enduruppbyggingu lyfjaverksmiðju Actavis hf".
Öryggis-, heilsu- og umhverfisstjórnunarkerfi Actavis á Íslandi
Lýsing á verkefninu - Enduruppbygging á hluta lyfjaverksmiðju Actavis – með áherslu á:
Breytingastjórnun öryggis- og umhverfismála
Innkaupaferli tækjabúnaðar vegna öryggis- og umhverfiskrafna Actavis
Öryggis-, heilsu- og umhverfisáætlun verkefnisins
Áhættumat og forvarnir
Innra eftirlit
Lærdóm sem draga má af frávikum frá forvörnum
9:15 – 10:00 Skoðun um framkvæmdarsvæðið
Boðið verður upp á skoðun um framkvæmdarsvæðið. Þeir sem hafa áhuga þurfa að skrá sig og er þeim bent á að taka með sér persónuhlífar eins og öryggisskó, öryggishjálm og öryggisgleraugu. Actavis getur útvegað þeim sem vilja öryggisgleraugu og öryggishjálm.
Fundarstaður
Mötuneyti Actavis, Reykjavíkurvegur 78 (Ath. Allir þurfa að skrá sig í móttöku Actavis hf, að Reykjavíkurvegi 76 og verður síðan vísað til mötuneytis að Reykjavíkurvegi 78).