Fundur á vegum faghóps um umhverfis- og öryggisstjórnun
Opinber vistvæn innkaupastefna í mótun
Fyrirlesarar
Jóhanna E. Hilmarsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunarsviðs Ríkiskaupa
Helgi Bogason, deildarstjóri innkaupamála Reykjavíkurborgar
Fundarefni:
Undanfarin ár hefur vinnuhópur á vegum Umhverfisráðuneytis, Ríkiskaupa, Reykjavíkurborgar og Hafnarfjarðarbæjar unnið að mótun opinberrar stefnu fyrir vistvæn innkaup. Með hópnum starfaði Birna Helgadóttir hjá Alta.
Á fundinum verður rætt um niðurstöður vinnuhópsins varðandi vistvæn innkaup. Helgi Bogason mun segja sérstaklega frá reynslu, áformum og helstu áskorunum Reykjavíkurborgar varðandi vistvæn innkaup. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir mun koma inn á hvað er framundan hjá Ríkiskaupum varðandi vistvæn innkaup.
Fundartími
Frá kl. 8.30 til 09.45
Fundarstaður
Ríkiskaup, Borgartúni 7c, 105 Rvk.
Athyglivert framundan
Við vekjum athygli á alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík um vistvæn innkaup sem fer fram dagana 25.–27. mars 2009. Reykjavíkurborg og ICLEI, alþjóðleg samtök sveitarfélaga um sjálfbærni, standa fyrir ráðstefnunni. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna á http://www.iclei-europe.org/index.php?id=ecoprocura2009 og http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-39/351_read-14233