Eiðistorgi 13-15, 170 Seltjarnarnesi.
ÖÖ: óvirkur: Fjármál fyrirtækja, ÖÖ: óvirkur: Nýsköpun og sköpunargleði,
Verið velkomin á fyrsta Nýsköpunarhádegi vetrarins, þriðjudaginn 30. september n.k. kl. 12:00-13:00.
Nýsköpunarhádegi eru samstarfsverkefni Klak Innovit og Nýherja og verða haldin á völdum þriðjudögum í vetur.
Hvert hádegi hefur þema sem lagt er upp með að sé eins viðeigandi og virðisaukandi fyrir íslenska frumkvöðla og sprotafyrirtæki og kostur er. Í því skyni var send út könnun til frumkvöðla í tengslaneti Klak Innovit þar sem viðtakendur höfðu kost á því að leggja fram tillögur að efnistökum.
Umfjöllunarefnið að þessu sinni er Gjaldeyrishöft - Erlend fjárfesting. Í panel sitja eftirtaldir aðilar auk þess sem opnað verður fyrir spurningar úr sal;
Ágúst K. Guðmundsson, lögfræðingur hjá KPMG
Þorsteinn Gunnarsson, stjórnarformaður Cooori
Stefanía Sigurðardóttir, meðstofnandi Aevi
Bjarki A. Brynjarsson, framkvæmdarstjóri Marorku
Gunnar Zoëga, framkvæmdastjóri Lausna og þjónustu Nýherja opnar viðburðinn.
Við bjóðum gestum að bragða á hinum umtöluðu próteinstöngum frá Crowbar en fyrirtækið,
sem tók þátt í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavik í sumar, hefur vakið mikla athygli síðustu mánuði þar sem uppistaða þessarar nýju lífrænu súperfæðu er fengin úr skordýrum.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur í Innovation House Reykjavik á Eiðistorgi.