Austurhrauni 9, 210 Garðabæ Austurhraun, Garðabær, Ísland
Lean - Straumlínustjórnun,
Lean faghópurinn býður upp á ótrúlega spennandi kynningu í Marel sem síðustu kynningu vetrarins. Auðvelt er að yfirfæra nákvæmlega sömu hugsun og aðferðir sem þessi hópur era ð nota yfir á allar tegundir af atvinnustarfsemi og vinnuumhverfi, - ekki síður skrifstofuumhverfið en framleiðsluumhverfið. Svo allir áhugasamir um Lean eru hvattir til að mæta.
Fundurinn verður haldinn í Lón fundarsal Marel, Austurhraun 9, 210 Garðabær og hefst kl.08.45
MMS er framleiðslukerfi Marel af fyrirmynd TPS (Toyota production system).
Helstu þættir framleiðslukerfisins
· Sterk liðsmenning með sjálfstæðum liðum.
· Leiðtogahæfni og sjálfstýring einstaklinga.
· Sellufyrirkomulag með áherslu á lokavöru.
· Eftirspurn stýrir framleiðslu og áhersla á hraða og “one piece flæði.
· Stöðugar umbætur með áherslu á eyðingu sóunar.
· Sterk þjónustulund með áherslu á viðskiptavininn og þarfir hans.
· Samþætting framleiðsluferla og annarra ferla.
· Ferlar hannaðir með tilliti til viðskiptamódelsins, lítið magn en mikill fjölbreytileiki.
Hvað er pilot lið?
· Fyrstir til að innleiða hugmyndir MMS í framleiðslunni í Garðabæ.
· Flokkaralið 4.
· Verkefni 2013 - 2014.
· Fá fræðslu um tól MMS sem hjálpa til við innleiðingu verkefnisins.
· Liðið tekur ákvarðanir um hvernig á að innleiða og fylgja eftir hugmyndum MMS.
· Fá stuðning frá fyrirliðum og framleiðslustýringu til þess að vinna eftir MMS.