Click here to join the meeting
Loftslagsmál og byggingariðnaðurinn – Staðan á Íslandi og Norðurlöndum
Í júní 2020 kom út uppfærð aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum til 2030. Þar má meðal annars finna aðgerð C.3 sem fjallar um loftslagsáhrif byggingariðnaðarins. Í kjölfar samtals Grænni byggðar, HMS og SI í upphafi árs 2020 og á grundvelli áðurnefndrar aðgerðar C.3 hefur verið stofnað til sérstaks samstarfsverkefnis sem felst í að gera vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð fram til ársins 2030.
Samstarfsverkefnið nefnist Byggjum grænni framtíð og er samstarf stjórnvalda og hagaðila innan byggingariðnaðarins. Fjallað verður um viðfangsefni og stöðu verkefnisins á þessum morgunfundi.
Einnig er fróðlegt að skoða hvað nágrannaþjóðir okkar eru að gera til þess að takast á við þær áskoranir sem byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir vegna loftslagsmála. Grænni byggð gaf nýverið út skýrslu um stöðu umhverfismála í byggingariðnaðnum á Norðurlöndunum. Skýrslan var fjármögnuð af HMS, Byggjum grænni framtíð. Fjallað verður um niðurstöður þeirrar skýrslu.
Fyrirlesarar:
Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, sérfræðingur hjá HMS og verkefnastjóri verkefnisins Byggjum grænni framtíð
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar
Fundarstjóri:
Stefán Kári Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Greenfo