Menntavegi 1, 101 Reykjavík Menntavegur 1, 101 Reykjavík, Ísland
Lean - Straumlínustjórnun,
Lean Startup er hugmyndafræði til þess að nálgast nýsköpun, hvort sem um er að ræða þróun á nýjum fyrirtækjum (startup) eða þróun á nýjum viðskiptaeiningum/vörum í rótgrónum fyrirtækjum. Hugmyndafræðin hefur farið sigurför um heiminn og fyrsta bókin sem kom út um Lean Startup fór í 2.sæti á NYTimes metsölulistanum.
Einföld leið til að skilgreina Lean Startup er eftirfarandi: Lean Startup = Agile + Lean + Customer Development + nýtt orðasafn. Í fyrirlestrinum ætlar Pétur Orri Sæmundsen framkvæmdastjóri Spretts að kynna helstu atriðin í Lean Startup með sérstaka áherslu á Customer Development og nýja orðasafnið.
Framsögumaður
Fyrirlesari er Pétur Orri Sæmundsen framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Sprettur, eina fyrirtækisins á Íslandi sem sérhæfir sig í Lean og Agile hugbúnaðarþróun. Pétur er brautryðjandi í beitingu Agile aðferða á Íslandi og hefur 12 ára reynslu í upplýsingatækni þar sem hann hefur unnið bæði sem stjórnandi, ráðgjafi og forritari.
Fundurinn er haldinn í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1.
Stofan heitir M209. Hún er á annarri hæð Mars megin. Þegar gengið er inn frá Sólinni, taka þá stigann eða lyftuna upp á aðra hæð og fara inn hægra megin.