Lean Ísland 2020, opin öllum þann 20. október
Faghópur Stjórnvísi um Lean vekur athygli á að Lean Ísland ráðstefnan verður rafræn og opin öllum þetta árið án endurgjalds.
Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Hún er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að stýra betur, bæta ferla og kúltúr.
Nokkur námskeið verða haldin í tengslum við ráðstefnuna sem öll hafa selst upp en aukanámskeiðum hefur verið bætt við. Efni námskeiðanna fjalla um hvernig hægt sé að byggja upp öflug teymi, byggja upp eigin leiðtogasýn sem og minnka stress án þess að það komi niður á framleiðni en leiðbeinendur koma m.a. frá Google.