Tími 20. Febrúar kl. 08:15-09:45
Staður: Mæting í afgreiðslu bráðadeildar í Fossvogi
Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi býður í heimsókn!
Heimsóknin hefst á skoðunarferð um lagerinn þar sem verið er að nota Kanban og síðan mun Elísabet Benediktsdóttir fjalla um helstu árangursmælingarnar sem verið er að nota. Að því loknu mun Hilmar Kjartansson segja frá hvernig verið er að straumlínulaga innlagnarferil sjúklinga frá bráðamóttökunni inn á spítalann.
Bráðamóttakan er að vinna mjög áhugaverð lean verkefni svo allir sem hafa áhuga á að nota ferla til umbótavinnu eru hvattir til að koma, óháð hvaða geira verið er að vinna í.