Menntavegi 1, 101 Reykjavík Menntavegur 1, 101 Reykjavík, Ísland
ÖÖ: óvirkur: Fjármál fyrirtækja,
Stjórn faghóps um Fjármál fyrirtækja vekur athygli á kynningarfundi um Fjármálanámskeið í Opna háskólanum í HR.
Kynningarfundur verður haldinn í Opna háskólanum í HR föstudaginn 15. febrúar 2013, kl. 8:30.
Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu M.217 Mars álma - 2.hæð
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Um kynninguna sjá: Erna Tönsberg, verkefnastjóri hjá Opna háskólanum, og Salóme Guðmundsdóttir, forstöðumaður símenntunar.
VERÐBRÉFAMIÐLUN, HLUTI III
Nám til undirbúnings fyrir próf í verðbréfaviðskiptum
Fjallað er um þá þætti fjármagnsmarkaðarins sem próftakar þurfa að kunna skil á í prófum úr hluta III. Farið verður yfir lög og reglur á fjármagnsmarkaði, markaðsviðskipti, tegundir verðbréfa, samval verðbréfa og verðbréfasöfn, fjárvarsla, ráðgjöf o.fl. Nemendum er kennt að fletta upp í íslenskum réttarheimildum um fjármagnsmarkaðinn og að túlka og heimfæra upp á raunhæf tilvik. Námskeiðið er sett upp í fjarnámi með nokkrum staðarlotum þar sem farið er yfir helstu áherslur í hverjum efnishluta. Fyrsta staðarlotan verður haldin mánudaginn 18. febrúar klukkan 17:00 í Háskólanum í Reykjavík.
Nánari upplýsingar og skráning
EIGNASTÝRING - HEFST 26. FEBRÚAR (12 KLST.)
Námskeiðið er ætlað sérfræðingum á sviði fjármála og viðskipta, með það markmið í huga að dýpka skilning þátttakandans á eignastýringu. Fjallað verður m.a. um samband ávöxtunar og áhættu, val hlutabréfa í hagkvæmasta eignarsafnið, helstu verðmyndunarlíkön verðbréfa og árangur verðbréfasjóða. Áhersla er lögð á tæknilega hlið námsefnisins. Notuð verða raundæmi/verkefni þar sem þátttakendur þurfa að nota fræðina og þekkingu út frá fyrirlestrum og dæmatímum til að leysa verkefnin. Um er að ræða hagnýtt námskeið þar sem excel er notað samhliða kennslu.
Leiðbeinandi: Þorlákur H. Hilmarsson, M.Sc. í fjármálaverkfræði og stundakennari við viðskiptadeild HR. Þorlákur er sérfæðingur í gerð og notkun reiknilíkana m.a. á sviðum fjármála, rekstrar, arðsemimats, afleiðna, tölfræði, bestunar og hermunar.
Nánari upplýsingar og skráning
LÍKANAGERÐ FYRIR REKSTRARÁÆTLANIR, ARÐSEMISMAT OG VERÐMAT - HEFST 27. FEBRÚAR (12 KLST.)
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái færni í gerð reiknilíkana í Excel, fyrst og fremst á sviði fyrirtækjareksturs og fjármála. Einkum verður fjallað um gerð líkana fyrir rekstraráætlanir fyrirtækja, en einnig arðsemilíkön fyrir fjárfestingaverkefni og áætlanir um fjárstreymi til að meta virði fyrirtækja. Megin áherslan er lögð á gerð Excel líkana af ársreikningum fyrirtækja sem nýst geta til að spá fyrir og gera áætlanir um þróun rekstrarreiknings, fjárstreymis og efnahags, mánuði eða ár inn í framtíðina. Á námskeiðinu byggja nemendur sjálfir upp Excel reiknilíkön.
Leiðbeinandi: Páll Jensson, PhD í aðgerðarannsóknum frá DTU og M.Sc í iðnaðarverkfræði frá sama skóla. Páll starfar sem prófessor í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík og sviðsstjóri á fjármála- og rekstrarverkfræðisviði.
Nánari upplýsingar og skráning
ENDURSKIPULAGNING FYRIRTÆKJA - HEFST 3. APRÍL (6 KLST.)
Farið verður yfir grunnatriði fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja með sérstaka áherslu á sameiningar fyrirtækja í fjárhagslegum vanda. Fjallað um endurskipulagningu skulda, eigna og eigin fjár og hagrænar ástæður og nauðsyn endurskipulagningar. Horft verður á endurskipulagningu frá sjónarhorni helstu hagsmunaaðila svo sem fyrirtækjanna sjálfra (stjórnenda og stjórn) sem og fjármálamarkaðarins. Farið er yfir aðferðir við endurskipulagningu og samstarf og hagsmunaárekstra hagmunaaðila við úrlausn fjárhagslegra vandamála.
Leiðbeinandi: Brynjar Pétursson er Fulbright styrkþegi með MBA gráðu frá MIT, en hluta af náminu tók hann í Harvard Business School og London Business School.
Árið 2012 stofnaði Brynjar fyrirtækið Contra þar sem hann kom á fót VIB/Fast Real Estate fjárfestingarsjóði sem í heildina nam um 90 milljónum dollara. Brynjar hefur stýrt endurskipulagningu á fjölmörgum fyrirtækjum, þar á meðal fyrirtækjum á borð við Nýsi, Eik, Ölgerð Egils Skallagrímssonar, N1, SMI, Landic Property, 66°Norður, Hotel Plaza og Íslenska erfðagreiningu.
Nánari upplýsingar og skráning
SKULDABRÉFAGREINING - HEFST 10. APRÍL (12 KLST.)
Markmið námskeiðsins er að dýpka skilning þátttakenda á skuldabréfum og tímagildi peninga. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu aðferðir við vaxtaútreikning, núvirðis og framtíðar útreikninga, sparnaðar og leidd verða út greiðsluflæði allra helstu tegunda skuldabréfa. Áhættur skuldabréfa verða skilgreindar, þar sem vaxtaáhætta er mæld og stjórnað með meðaltíma (e. Duration) og sveigja (e. Convexity). Einnig verður tekið dæmi hvernig fyrirtæki geta varið skuldbindingar sínar (e. Immunization). Sýnt verður hvernig hægt er að mynda áhættulausa högnun þegar skuldabréf eru verðlögð vitlaust á markaði.
Leiðbeinandi: Þorlákur H. Hilmarsson, M.Sc. í fjármálaverkfræði og stundakennari við viðskiptadeild HR. Þorlákur er sérfæðingur í gerð og notkun reiknilíkana m.a. á sviðum fjármála, rekstrar, arðsemimats, afleiðna, tölfræði, bestunar og hermunar.
Nánari upplýsingar og skráning