Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík Grjótháls, Reykjavík, Ísland
Lean - Straumlínustjórnun,
Þá er komið að næst síðasta viðburði Lean faghópsins sem haldinn verður miðvikudaginn 5.júní kl.08:30 hjá Össur, húsið opnar 08:15. Þeir Axel Guðni Úlfarsson og Birgir Grétar Haraldsson frá fjármálasviði fyrirtækisins taka á móti gestum, bjóða upp á léttan morgunmat og kaffi ásamt því að fara yfir innleiðingu Beyond Budgeting módelsins innan Össurar.
Fyrirlesturinn mun fjalla um innleiðinguna sjálfa og hvernig sú breyting hefur haft áhrif á það hvernig fyrirtækinu er stýrt án þess að styðjast við hefðbundnar fjárhagsáætlanir (Budget). Össur hefur notið handleiðslu Bjarte Bognes sem er formaður Beyond Budgeting Round Table í evrópu. Hann var líka fyrirlesari á Lean Ísland ráðstefnunni sem var haldin núna í byrjun maí við góðan orðstír.