Human-Centered Design - Collaborate to Ideate. Haldinn í Reykjavík Excursions

A workshop tailored around human-centered design applied to uplift customer experience. 

During the workshop you will learn the theory behind Human-Centered Design including where, how and why it is used. Dive into collaborative activities to generate new ideas from your identified insights, opportunities and pain points. Learn how your team can prioritize your ideas to ensure you’re working on the rights ones first. 

Lara Husselbee 
will join us here in Reykjavik for two workshops from Australia. She has worked as a Service & Experience Designer in the Australian Financial Sector and Tech Industry coming close to 10 years. She has used Human-Centered Design, Design Thinking and Agile methodologies to help brands uplift and deliver exceptional client, customer and employee experiences. 

Human-Centered Design allows you to find solutions that are right for your clients, your customers and your people. 

Design Thinking is the perfect collection of tools and techniques to drive innovation.

And Agile is a framework to enhance how you deliver, optimize and maximize your effort, learning and adapting as you go. 

All are aligned in empathy.

Maximum of 40 participants.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Human-Centered Design gerir þér kleift að finna réttu lausnina fyrir viðskiptavini þína.

Faghópur um þjónustustjórnun í samstarfi við stjórn Stjórnvísi bauð upp á tvær einstaklega áhugaverðar vinnustofur í Reykjavík Excursions sem snéru að því að skilgreina vandamál viðskiptavina til þess að tryggja að fyrirtæki séu að leysa réttu vandamál viðskiptavina sinna.  Aðferðafræðin „Human Centered Design gerir því kleift að finna réttu lausnirnar sem henta viðskipavininum.  Þannig verða allir ánægðari, bæði starfsmenn og viðskiptavinir.  Leiðbeinandi vinnustofanna Lara Husselbee kom hingað alla leið frá Ástralíu.  Hún hefur starfað sem hönnuður í þjónustu í ástralska fjármálageiranum og tækniiðnaðinum síðastliðin 10 ár.  

Dagurinn byrjaði á einstaklega áhugaverðri æfingu þar sem tveir og tveir voru saman og áttu að geta sér til um hvað hvor um sig borðaði í morgunmat með því að teikna upp morgunmat hvor annars.  Helsti lærdómurinn var sá hve mikilvægt er að spyrja viðskiptavininn beinna spurninga til að komast að hvað henti, hvort þú borðir það sama um helgar og virkum dögum.  Hvernig megi leysa það að þú getir borðað það sem þig langar mest í hvenær sem er.  Lara fræddi okkur um muninn á vöru og þjónustu og sagði þjónustu og upplifun byrja með með auglýsingu.  Hún tók dæmi um leikhús, þar sem þjónustan hefst með því að vakin er athygli á sýningunni með auglýsingu og næsta snerting við viðskiptavininn er þegar hann kaupir leikhúsmiðann. Þjónustan í leikhúsinu er í bakendanum þ.e. á bak við sviðið, þar þarfsem  allt þarf að ganga upp.  

Á seinni vinnustofunni voru þátttakendur látnir hver fyrir sig teikna upp ferilinn hvernig við kaupum inn. 1. Fá hugmynd 2.skrifa lista 3.hjóla/keyra af stað 4.leggja fyrir utan verslunina o.s.frv.  Í framhaldi unnu hóparnir saman og lærðu að forgangsraða ferlið og búa til nýjar hugmyndir út frá þessari nýju sýn.

Báðar þessar vinnustofur voru einstaklega vel heppnaðar og fóru þátttakendur heim reynslunni ríkari.

Human-Centered Design gerir þér kleift að finna réttu lausnina fyrir viðskiptavini þína.

Faghópur um þjónustustjórnun í samstarfi við stjórn Stjórnvísi bauð upp á tvær einstaklega áhugaverðar vinnustofur í Reykjavík Excursions sem snéru að því að skilgreina vandamál viðskiptavina til þess að tryggja að fyrirtæki séu að leysa réttu vandamál viðskiptavina sinna.  Aðferðafræðin „Human Centered Design gerir því kleift að finna réttu lausnirnar sem henta viðskipavininum.  Þannig verða allir ánægðari, bæði starfsmenn og viðskiptavinir.  Leiðbeinandi vinnustofanna Lara Husselbee kom hingað alla leið frá Ástralíu.  Hún hefur starfað sem hönnuður í þjónustu í ástralska fjármálageiranum og tækniiðnaðinum síðastliðin 10 ár.  

Dagurinn byrjaði á einstaklega áhugaverðri æfingu þar sem tveir og tveir voru saman og áttu að geta sér til um hvað hvor um sig borðaði í morgunmat með því að teikna upp morgunmat hvor annars.  Helsti lærdómurinn var sá hve mikilvægt er að spyrja viðskiptavininn beinna spurninga til að komast að hvað henti, hvort þú borðir það sama um helgar og virkum dögum.  Hvernig megi leysa það að þú getir borðað það sem þig langar mest í hvenær sem er.  Lara fræddi okkur um muninn á vöru og þjónustu og sagði þjónustu og upplifun byrja með með auglýsingu.  Hún tók dæmi um leikhús, þar sem þjónustan hefst með því að vakin er athygli á sýningunni með auglýsingu og næsta snerting við viðskiptavininn er þegar hann kaupir leikhúsmiðann. Þjónustan í leikhúsinu er í bakendanum þ.e. á bak við sviðið, þar þarfsem  allt þarf að ganga upp.  

Á seinni vinnustofunni voru þátttakendur látnir hver fyrir sig teikna upp ferilinn hvernig við kaupum inn. 1. Fá hugmynd 2.skrifa lista 3.hjóla/keyra af stað 4.leggja fyrir utan verslunina o.s.frv.  Í framhaldi unnu hóparnir saman og lærðu að forgangsraða ferlið og búa til nýjar hugmyndir út frá þessari nýju sýn.

Báðar þessar vinnustofur voru einstaklega vel heppnaðar og fóru þátttakendur heim reynslunni ríkari.

Eldri viðburðir

Ferðalag viðskiptavina - Dæmisögur frá ELKO og Póstinum

ELKO
Ferðalagið og áhrifin
Árið 2019 fór ELKO í mikla stefnumótunarvinnu og var ný stefna samþykkt af stjórn í árslok sama ár. Ný stefna fólst í því að færa vörumerki ELKO frá því að vera vörumiðað yfir í það að vera þjónustumiðað þar sem ánægja viðskiptavina var höfð að leiðarljósi.
Allt starfsfólk ELKO var fengið með í vegferðina og voru sett upp mælaborð og markmið til þess að mæla árangurinn af þeim breytingum sem áttu sér stað við innleiðingu stefnunnar.

Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO ætlar að leyfa okkur að skyggnast aðeins inn í ferlið við stefnubreytinguna og hvaða áhrif þessar breytingar hafa haft á reksturinn og fyrst og fremst ánægju viðskiptavina.

Pósturinn
Áhersla og lærdómur í miðri fjallgöngu

Pósturinn hefur verið að kortleggja og mæla ferðalag viðskiptavina. Auður Ösp Ólafsdóttir, sérfræðingur í upplifun viðskiptavina hjá Póstinum mun fara yfir ferlið og ræða um helstu áherslur til að bæta upplifun viðskiptavina. Sérstök áhersla er lögð einnig á hvar eigi eiginlega að byrja og hvaða lærdóm megi læra þegar fyrirtæki eins og Pósturinn er staðsett í miðri fjallgöngu.

Brandr: Stjórnun og stefnumótun vörumerkja

Click here to join the meeting
Viðburður Stjórnvísi og brandr á Teams fjallar um það hvernig hægt er að mæla upplifun starfsfólks og stjórnenda á stefnu síns fyrirtækis og þannig komast að því hvort þeir sjái stefnuna með svipuðum hætti eða ekki, einnig mun brandr koma inná reynslu sína í þessum málum eftir að hafa unnið með fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum sem og erlendum.

Einnig verður komið inn á hvernig markviss innri vörumerkjastefna fyrirtækja styður ytri markaðsstefnu og gagnast vel til að draga að og halda í hæft starfsfólk.

Fyrirlesari er Íris Mjöll Gylfadóttir, framkvæmdastjóri brandr. Íris er með MBA frá HR og hefur áratuga reynslu af stjórnun og stýringu flókinna verkefna fyrir mismunandi fyrirtæki bæði hérlendis og erlendis og hefur þannig öðlast færni í að greina og endurskipuleggja ferla ólíkra fyrirtækja

 

________________________________________________________________________________

Microsoft Teams meeting

Join on your computer or mobile app

Click here to join the meeting

Meeting ID: 324 210 898 656
Passcode: EZxLHp

Download Teams | Join on the web

Learn More | Meeting options

________________________________________________________________________________

Á mitt vörumerki heima á TikTok?

Click here to join the meeting

Faghópur um þjónustu- og markaðsmál hefur starfsárið af krafti þann 6. september kl. 12.

Samfélagsmiðillinn og myndbandsveitan TikTok hefur á stuttum tíma orðið einn vinsælasti samfélagsmiðillinn í heimi og mörg fyrirtæki byrjað að nýta sér vettvanginn í kjölfarið í markaðslegum tilgangi.

Ásmundur Atlason, markaðsstjóri Domino's og Unnur Aldís Kristinsdóttir, markaðsstjóri Smitten munu segja okkur frá því hvernig TikTok hefur haft áhrif á þeirra markaðsmál og hvernig þau hafa náð árangri með sitthvorri áherslunni.

Dominos á Íslandi voru ein af fyrstu fyrirtækjunum á Íslandi til að nýta sér TikTok. Efnið þeirra hefur vakið heimsathygli og eru þau með yfir 160 þúsund fylgjendur.

Smitten er örtvaxandi sprotafyrirtæki sem hefur verið að teygja sig til Danmerkur. TikTok hefur verið eitt helsta vopnið fyrir góðum vexti í Danmörku með notkun TikTok ads og áhrifavalda þarlendis.

Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík í stofu M220, en einnig verður hægt að horfa í streymi.

Dagskrá
12:00-12:15 Ásmundur Atlason markaðsstjóri Domino's
12:15-12:30 Unnur Aldís Kristinsdóttir markaðsstjóri Smitten
12:30-12:40 Spurningar og spjall

Fundarstjóri viðburðarins verður Lísa Rán Arnórsdóttir, vörustjóri hjá Smitten.

Aðalfundur faghóps um þjónustu- og markaðsstjórnun

Aðalfundur faghóps Stjórnvísi um þjónustu- og markaðstjórnun. 

Laus sæti eru í stjórninni og hvetjum við áhugasama að láta vita af sér með því að senda tölvupóst á vilborg.thordardottir@gmail.com

Dagskrá fundarins:

  1. Kynning á faghópnum
  2. Yfirferð á viðburðum síðastliðið ár
  3. Kosning stjórnar 
  4. Starfsárið framundan, markmið og fyrirkomulag
  5. Önnur mál

Fundurinn verður haldin á Teams miðvikudaginn 11. maí 11:00-12:00. 

Linkurinn á fundinn er hér.  

Fyrir hönd stjórnar, 

Vilborg 

Heildarupplifun viðskiptavina (Omni Channel) aðferðafræði og innleiðing

Click here to join the meeting

Erindi frá Edda Blu­men­stein fram­kvæmda­stjóra framþró­un­ar versl­un­ar og viðskipta­vina hjá BYKO um Omni Channel, aðferðafræði og innleiðingu. 

Í fyrirlestrinum mun Edda kynna hugmyndafræðina Omni-channel og lykilþætti árangursríkrar Omni-channel stefnumótunar og innleiðingar. Edda mun einnig segja frá vegferð BYKO í þessu samhengi, frá því að fyrirtækið áttaði sig á þörfinni á umbreytingu úr Multi-channel yfir í Omni-channel, stefnumótunarferlinu og stöðu innleiðingarinnar.

Dr. Edda Blumenstein er framkvæmdastjóri Framþróunar verslunar og viðskiptavina hjá BYKO. Hlutverk sviðsins er að innleiða stefnu BYKO um bestu heildarupplifun viðskiptavinar í framkvæmdum og fegrun heimilisins. Edda situr í stjórn rannsóknarseturs verslunarinnar og í stjórn Ormsson, og er stundakennari við Háskólann á Bifröst. Edda er með B.Sc. í alþjóðamarkaðsfræði, MA í Fashion, Enterprise and Society og PhD frá Leeds University Business School þar sem hún rannsakaði Omni-channel retailing transformation og dýnamíska hæfni verslunarfyrirtækja.

Athugið að fundurinn verður haldinn í HR í stofu sem tekur 40 manns í sæti en honum verður einnig streymt af fólk á ekki heimangengt eða ef sætin fyllast. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?