22
mar.
2024
22. mar. 2024
09:00 - 16:00
Lean Ísland vikan í hnotskurn!
Ráðstefna:
- Lean Ísland - Framtíðarleiðtoginn
Fyrirlesarar koma m.a. frá IKEA Portúgal, Össuri Suður Afríku, OC Tanner, Spreadgroup og Datera.
Erindin fjalla m.a. um:
- hvernig auka eigi áhrif með orðum
- hvernig auka eigi sjálfstæði framlínustarfsfólks
- hvernig efla eigi samheldni og starfsánægju
- umbótahugsun framtíðarleiðtogans
- nýja tegund af gervigreind
- seiglu til að halda áfram þrátt fyrir mótlæti
Námskeið:
- Activating Possibilities: Dare to have Dynamic Conversations
Lois Kelly leiðir okkur í sannleikann um það hvernig megi hafa áhrif með orðum
- Maintaining a Successful Lean System
Gary Peterson fer yfir hvernig eigi að búa til árangursríkt straumlínulagað stjórnkerfi
Stjórnvísi er stoltur samstarfsaðili Lean Ísland og minnir á ráðstefnu í Hörpu 22. mars nk. og námskeið í tengslum við ráðstefnuna sem verða haldin í húsakynnum Opna háskólans í HR.
ATHUGIÐ: Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is
Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. Þema ráðstefnunnar í ár er framtíðarleiðtoginn.
Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að og starfa m.a. hjá IKEA, OC Tanner og Allied Irish Banks.
Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is