Nauthólsvegi 52 Nauthólsvegur 52, Reykjavíkurflugvöllur (RKV), 531 Reykjavík, Ísland
Lean - Straumlínustjórnun,
Fyrsti viðburður Lean faghópsins í vetur verður hin árlega kynning á grunnatriðum Lean (straumlínustjórnun/umbótavinnu). Fjallað verður á mannamáli um hvað umbótavinna er, hvort satt sé að fyrirtæki geti náð eins miklum árangri með þessum aðferðum og sögur ganga af og fléttað verður inn nokkrum dæmum um hvernig fyrirtæki hérlendis eru að nýta sér umbótavinnuna.
Allir sem eru að velta fyrir sér hvað umbótavinna er eða eru aðeins byrjaðir að skoða þessar aðferðir eru sérstaklega hvattir til að koma. Aðrir sem eru lengra komnir í fræðunum eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir líka.
Boðið verður upp á kaffi og létta morgunhressingu
Fyrirlesari: Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi
Staðsetning: Bíósalur Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir), Nauthólsvegi 52
Tímasetning: kl: 08:45 - 10:00