Aðalinngangur Marel, Austurhrauni 9
Lean - Straumlínustjórnun,
Fyrsti viðburðurinn á vegum Lean faghópsins þetta starfsárið er afar spennandi heimsókn í Marel:
Dagskrá:
8:30-9:15 Pétur Arason segir frá nýrri framtíðarsýn framleiðslu Marel og nýstárlegri leið til að kynna þá framtíðarsýn fyrir starfsfólki, en hún sameinar 15 verksmiðjur í 10 löndum
9:15-9:30 Axel Jóhannsson segir frá því helsta sem framleiðsluferli Marel í Garðabæ hefur verið að vinna að varðandi straumlínustjórnun
9:30-9:45 Rósa Björg Ólafsdóttir segir frá því helsta sem vöruþróunarferli Marel í Garðabæ hefur verið að vinna að í Agile/lean málum.
Allir sem hafa áhuga á Lean eru hvattir til að mæta