Innovation House, Eiðistorgi 13-15, 3. hæð, 1
Lean - Straumlínustjórnun,
Stöðugar umbætur eru eitt af lykilatriðum Lean. Umbótastarf er mikilvægur hluti af gæðakerfi Alcoa. Kaizen er japanskt hugtak sem notað er innan Lean fræðanna um umbætur. Fjallað verður almennt um kaizen hugtakið og farið yfir hvernig Alcoa hefur byggt það inn í gæðakerfi sitt. Farið verður yfir framkvæmd skilgreindra kaizen umbótaviðburða hjá Fjarðaáli, dæmi tekin um verkefni sem farið hefur verið í. Er hugmyndafræðin að gagnast innan íslenskrar fyrirtækjamenningar?
Fyrirlesari er Hjálmar Eliesersson, ABS og ferlasérfræðingur .
Fundurinn verður haldinn í Innovation House, Eiðistorgi 13-15, 3.hæð. Gengið er inn á Eiðistorgið, upp stigann á 2.hæð og þá er farið upp stigann öðru hvoru megin á torginu t.d. við hliðina á Bókasafni Seltjarnarness.