Hafnarstræti 5, 101 Reykjavík Hafnarstræti, 101 Reykjavík, Ísland
ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun,
Faghópur um þjónustu og markaðsstjórnun kynnir spennandi fund um þá nýjung sem farsímalausnir færa okkur í samskiptum og þjónustu við viðskiptavini.
Farsímalausnir, smáforrit, app og snjallsímar eru dæmi um nýyrði sem litið hafa dagsins ljós og fela í sér fjölmörg tækifæri til aukinnar þjónustu.
Á fundinum stíga á stokk Ægir Þorsteinsson, fyrir hönd vefdeildar Landsbankans og Helgi Pjetur Jóhannsson frá Stokkur Software.
Ægir mun fjalla um þá leið sem Landsbankinn hefur farið í þjónustu við viðskiptavini í gegnum farsíma. Um er að ræða vefinn www.l.is sem á dögunum hlaut Íslensku vefverðlaunin sem besti smá- eða handtækjavefurinn.
Helgi fjallar um smáforrit eða „öpp“, en Stokkur hefur hannað og framleitt slíkar lausnir frá árinu 2007. Hafa þeir m.a. hannað app fyrir Dominos, leggja.is, 112 og marga fleiri.
Ægir og Helgi fjalla þarna um ólíkar leiðir í notkun farsímalausna og verður fróðlegt að kynnast því hver munurinn er, hvaða möguleikar það eru sem farsímar bjóða uppá og hvernig þeir auka möguleika fyrirtækja til þess að ná til viðskiptavina.
Fundurinn fer fram föstudaginn 12. apríl kl. 8:30-10:00 í Landsbankanum, Hafnarstræti 5, 4.hæð. Boðið verður upp á morgunverð á fundinum.