Rétt dagsetning er föstudagurinn 30. október.
Fundur á vegum faghóps um umhverfis- og öryggisstjórnun
Framsögumaður
Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvikjunar
Fundarefni
Efni og efnanotkun á vinnustöðum
Notkun varúðarmerktra efna hefur aukist mjög á síðustu áratugum og eins hafa kröfur í lögum og reglugerðum um meðhöndlun varúðarmerktra efna aukist til muna. Samhliða þessari þróun hefur umræðan um efni og efnanotkun verið frekar fyrirferðalítil hér á land. Mörg fyrirtæki hafa í raun ekki áttað sig á mikilvægi þessa málaflokks og fyrirtæki sem vilja vinna samkvæmt lögum og reglugerðum um meðhöndlun varúðarmerktra efna hafa verið í vandræðum með að afla lögboðinna upplýsinga og halda utan um efnameðhöndlunina.
Á fundinum verður sýnt stutt myndband frá evrópsku orkufyrirtæki þar sem fjallað er um meðhöndlun varúðarmerktra efna og einnig fjallað um hvernig Landsvirkjun sem er vottuð skv. ISO 14001 heldur utan um efnamál í starfsemin sinni, vandmál og lausnir.
Þá vonumst við eftir fjörugum umræðum..........
Fundarstaður
Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík