Júní 2024

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
27
  •  
28
  •  
29 30
  •  
31
  •  
01
  •  
02
  •  
03
  •  
04
  •  
05
  •  
06
  •  
07
  •  
08
  •  
09
  •  
10 11
  •  
12
  •  
13
  •  
14
  •  
15
  •  
16
  •  
17
  • Frídagur
18
  •  
19
  •  
20
  •  
21
  •  
22
  •  
23
  •  
24
  •  
25
  •  
26 27
  •  
28
  •  
29
  •  
30
  •  

Undirbúningsfundur stjórnar Stjórnvísi 2024-2025 (lokaður fundur)

Undirbúningsfundur stjórnar fyrir starfsárið 2024-2025 verður haldinn á Kringlukránni þriðjudaginn 28.maí kl.11:00-14:00.   Meginmarkmiðið er að kynnast betur, skerpa á stefnu félagsins, mælaborði og ákveða þema starfsársins og áhersluverkefni í framhaldi af niðurstöðum nýjustu könnunar.  Einnig verður farið yfir aðganga stjórnar að hinum ýmsu kerfum og ákveðinn fundartími stjórnar.
Boðið verður upp á hádegisverð að eigin vali af matseðli Kringlukránnar. 

Dagskrá fundar:

  1. Samskiptasáttmáli.
  2. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.
  3. Áætlun og lykilmælikvarðar.
  4. Farið yfir aðganga stjórnar að SharePointTeamsFacebook og að skrá sig í faghópinn “Stjórn Stjórnvísi
  5. Þema ársins ákveðið og útfærsla rædd.
  6. Kynning á fyrrum áhersuverkefnum stjórnar – áhersluverkefni starfsársins ákveðin.
  • Tímasetningar ákveðnar á helstu viðburðum starfsársins.
  • Settar niður hugmyndir að haustráðstefnu (fundarstjóra og fyrirlesurum) Stjórnunarverðlaunum (verða þau með sama móti). 
  • Fundartími stjórnar og staðsetningar á fundum ákveðnar.
    • Leggjum til fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 11:00-12:00 ýmist á Teams eða á vinnustöðum hvors annars. Val um að borða saman að loknum stjórnarfundi. 
  • Kosning varaformanns og ritara næsta starfsárs.

 

Ögrandi framtíðir: Hvað er framundan og hverjar eru áskoranirnar? - gjaldfrjáls viðburður

Á annað hundrað manns búnir að bóka sig. Morgunverðarfundur með framtíðarfræðingnum Jerome Glenn. Jerome mun m.a. fjalla um helstu áskoranir á sviði tækni og samfélaga á alþjóðavísu og hlutverk framtíðarfræða í því sambandi. Einnig mun hann fjalla um ógnanir og tækifæri tengdar þróun gervigreindar og fleira. Jerome Glenn er einn virtasti framtíðarfræðingur okkar tíma. Ráðgjafandi um framtíðaráskoranir þjóðríkja og alþjóðastofnana. Hann er forsvarsmaður Millennium Project https://www.millennium-project.org/, sem er einn af stærstu samstarfsnetum framtíðarfræðinga á alþjóðavísu.

Mánudaginn 10. júní, 2024

•Salurinn opnar frá kl 8:30

•Létt morgunhressing frá kl 8:30 í boði Arion banka

•Fyrirlesturinn hefst kl 9:00 til 10:00

•Staðsetning: Ráðstefnusalur Arion banka í Borgartúni 19.


Byrjum vikuna á áhugverðum fyrirlestri!

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða, með Jerome Glenn

Í tengslum við heimsókn Jerome Glenn þá hefur verið ákveðið að boða til aðalfundar í faghópnum. Um er að ræða hádegisfund næstkomandi mánudag frá kl 12:30 í sal í Kringlukránni.

Jerome verður með stutt innlegg, en síðan ræðum við mótun stjórnar og efnistök á næsta starfsári. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Excel í atvinnulífinu: Árangursrík notkun til framtíðar | Morgunfundur 26. júní 8:30-10:00

Skráðu þig á fundinn hér.

Teamshlekkur á fundinn 

KPMG og Stjórnvísi bjóða þér á morgunfund miðvikudaginn 26. júní frá kl. 8:30 - 10:00 í Borgartúni 27 þar sem fjallað verður um eiginleika og framtíð Excel, einu útbreiddasta verkfæri viðskiptalífsins. Fjárhagsupplýsingar og uppgjör byggja í nánast öllum tilfellum á upplýsingum sem unnar hafa verið í Excel og þá byggja flestar ákvarðanir á upplýsingum sem unnar hafa verið í Excel.

Endalokum Excel hefur lengi verið spáð, en þó er notkun þess álíka útbreidd og undanfarna áratugi. Á fundinum verða eiginleikar Excel ræddir, hvernig búast má við að þeir þróist til framtíðar og hvort Excel geti áfram verið samkeppnishæft í heimi gervigreindar, big data og síaukinna krafna um hraða. Þá verður fjallað um bestu framkvæmd í þróun lausna í Excel til áreiðanlegrar, einfaldrar og skýrrar upplýsingavinnslu.

Dagskrá

  • Þróun og framtíð Excel
    Rachel Goddin, Modelling Director hjá KPMG í Bretlandi
    Matthew Oldham, Modelling Manager hjá KPMG í Bretlandi
  • Ferill við líkanasmíði
    Valdimar Daðason, Manager hjá KPMG á Íslandi
  • Útvíkkun Excelsins
    Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID

Fundarstjóri er Linda Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Miðeindar.

Boðið verður upp á kaffi og létta morgunhressingu.

Taktu daginn frá! 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?