Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00. Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og skiptast þeir á að halda fundi. Þema ársins er „Ár aðlögunar“. Stjórn gerði með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að: 1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum 4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. Stjórn félagsins á samræður á Facebook undir: „stjórn Stjórnvísi“ og á Teams.
Í byrjun starfsárs skipti stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2020-2021. Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda. Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum. Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði á skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.
Verkefni stjórnar starfsárið: 2020 – 2021
1. Stuðningur við stjórnir faghópa.
Ábyrgðaraðilar: Ásdís, Aðalheiður, Steinunn, Ingi Björn
- Teams
- Podcast
- Mælaborðið
- Markaðsmál og sýnileiki.
2. Markaðsmál og sýnileiki.
Ábyrgðaraðilar: Ósk Heiða, Stefán Hrafn, Jón Gunnar, Guðný Halla
- Meðal aðila að Stjórnvísi
- Utan félagsins
- Selfoss, Akureyri – Samstarf með háskólanum á Akureyri
- Heimasíðan
- Markviss fjölgun fyrirtækja
- Markviss fjölgun háskólanema . Hvetja faghópa til að tala við deildir og kennara og t.d. fá 5 bestu nemendur til að kynna niðurstöður
3. Samstarf við aðra aðila um jafningjafræðslu
Ábyrgðaraðilar: Jón Gunnar, Sigríður, Steinunn, Ásdís
- Atvinnulífið (KPMG stjórnarhættir)
- Háskólarnir
- Opinberir aðilar - stjórnkerfið
- Opinberir aðilar - fyrirtækin
- Samtök atvinnulífsins
- Samstarf með háskólanum á Akureyri
- Símenntunarmiðstöðvar út um allt land
- Stjórnunarfélag suðurlands Selfoss -
- Sinnum landsbyggðinni - fáum flotta fyrirlestara þaðan og streyma
Önnur verkefni: EFQM? Íslensku gæðaverðlaun?
Á aðalfundi haldinn 6. maí 2020 voru kosin í stjórn félagsins:
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, deildarstjóri viðskiptalausna hjá Advania, formaður (2020-2021).
Ásdís Erla Jónsdóttir, forstöðumaður Opna háskólans í HR (2020-2021).
Guðný Halla Hauksdóttir, forstöðumaður þjónustuvers-og innheimtu Orkuveitu Reykjavíkur (2019-2021).
Ingi Björn Sigurðsson, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins (2019-2021).
Jón Gunnar Borgþórsson, vottaður stjórnendaráðgjafi CMC – Certified Management Consultant (2019-2021)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022).
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó (2019-2021).
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022).
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022).
Kjör fagráðs
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022).
Einar Snorri Einarsson framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Landsnets (2019-2021).
Nótt Thorberg, forstöðumaður loyalty hjá Icelandair (2019-2021).
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá (2020-2022).
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022).
Skoðunarmenn:
Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022).
Guðný Helga Guðmundsdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG (2020-2022).