Kolefnisspor fyrirtækja – hvað getum við gert?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna athafna mannsins hefur aukist mikið á síðastliðnum áratugum og ekki hefur tekist að draga úr losun hérlendis. Til að tryggja að markmið Parísarsamkomulagsins og markmið ríkisstjórnarinnar séu uppfyllt þurfa allir að leggja sitt á vogaskálarnar til að draga úr frekari röskun vegna loftslagsbreytinga. Á fundinum mun Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri Umhverfissviðs EFLU verkfræðistofu, fjalla um þar hvernig kolefnisspor er sett fram fyrir fyrirtæki, vörur og einstaklinga og hvað það þýðir að vera kolefnishlutlaus og hvernig hægt er að ná því markmiði.