Austurhrauni 9, 210 Garðabær Austurhraun, Garðabær, Ísland
Lean - Straumlínustjórnun,
Kæru félagar!
Vegna fjölda áskorana um að hafa vinnustofuna á heppilegri tíma hefur stjórn Lean faghópsins tekið þá ákvörðun að færa vinnustofuna til haustsins.
Gleðilegt sumar!
Stjórnin.
Vegna mjög jákvæðra undirtekta á open space vinnustofunni á Lean 2013 ráðstefnunni, höfum við ákveðið að blása til open space vinnustofu þar sem við bjóðum alla velkomna að mæta og taka þátt.
Þessi hugmynd kom reyndar fram á ráðstefnunni og við erum því bara að hrinda í framkvæmd einni af mörgum góðum hugmyndum sem urðu til á ráðstefnunni og open space vinnustofunni. Sjá nánar um open space nálgunina hér http://www.leanisland.is/um-opid-rymi/.
Við ætlum að vera í Marel föstudaginn 14. júní milli klukkan 15:00-18:00.
Hvetjum alla til að mæta og taka þátt í frekari hugarflæði um áhugaverðar hugmyndir sem tengjast lean og stöðugum umbótum almennt. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórn Lean faghópsins.