EFLA hf, Höfðabakki 9, 110 Reykjavík Höfðabakki 9, Höfðabakki 9, 110 Reykjavík, Ísland
Öryggisstjórnun,
Ferðaþjónustugreinin á Íslandi vex mjög hratt. Mjög mikilvægt er að í svo hröðum breytingum nái allir aðilar sem koma að greininni að halda í við vöxtinn. Ein mesta áskorunin er að tryggja að fólk sem sækir Ísland heim búi við gott öryggi á ferðum sínum um landið. Í þessu erindi verður fjallað um mikilvægi áhættugreininga og aðgerða í ferðaþjónustu og tekið dæmi um verkefni þar sem öryggismál skipa mjög stóran sess.
Nú standa yfir framkvæmdir við gerð ísganga fyrir ferðamenn hátt uppi á Langjökli. Slíkri framkvæmd fylgja ýmsar hættur sem þarf að greina og bregðast við. Bæði geta aðstæður á jöklinum verið varasamar og einnig fylgja gangagerð hvers konar ýmsar hættur. Loks þarf að greina mögulegar hættur gagnvart gestum ganganna þegar að rekstri ferðaþjónustu þar kemur og haga útfærslu ganganna og fyrirkomulagi ferðarinnar eftir þeim.
Reynir Sævarsson verkefnisstjóri og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir sérfræðingur í neyðarstjórnun hjá EFLU verkfræðistofu munu gera grein fyrir verkefninu, gerð og viðhaldi áhættumats og viðbragðsáætlana fyrir verkefnið.