Dalvegur 10-14, 201 Kópavogur, N1, 3 hæð
Öryggisstjórnun,
Gestur Pétursson greinir frá hvernig Elkem Ísland notar áhættugreiningar og áhættustjórnun við að skipuleggja starfssemi sína m.t.t. rekstraröryggis og öryggis starfsfólks. Farið verður yfir hvaða aðferðafræði er notuð, hvernig starfsfólk er þjálfað, skipulag á framkvæmd og hvernig niðurstöður eru notaðar (m.a. hvaða áhrif þær geta haft á rekstraráætlanir og fjárhagsáætlanir).
Gestur Pétursson starfar sem framkvæmdastjóri ÖHU hjá Elkem Ísland og er jafnframt staðgengill forstjóra. Gestur hefur starfað á sviði ÖHU og áhættustýringar í yfir 15 ár bæði sem stjórnandi á Íslandi og erlendis.
Sigríður Harðardóttir sérfræðingur á starfsmannasviði N1 greinir frá hvernig N1 innleiddi áhættugreiningar á starfsstöðvum N1, öryggisviku og markvissri öryggisþjálfun starfsmanna í kjölfarið.