KL: 8:30 - 10:00
Fundur hjá faghópi um fjármál fyrirtækja
Afhverju tökum við svona oft rangar ákvarðanir?
- Hvað kosta rangar ákvarðanir okkur?
- Hvað getum við gert til að gera betur?
Fyrirlesturinn fjallar um ástæður þess að stjórnendur taka alltof oft rangar ákvarðarnir og beita þá bæði sjálfa sig og aðra blekkingum stundum meðvitað og stundum ómeðvitað.
Fjallað verður um rannsókn á framúrkeyrslu verkefna sem styður það sem hér segir að framan. Loks verður kynnt aðferð til að bæta ákvörðunartöku sem á að stuðla að því að fjármunir renni í arðbær verkefni og minnka áhættu.
Framsögumaður
Þórður Víkingur Friðgeirsson lektor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.
Fundarstaður og tími
Kl. 8.30 til 10.00 í Kringlunni 1 (þar sem Morgunblaðið var áður til húsa).