Pósthússtræti 9 Pósthússtræti, 101 Reykjavík, Ísland
Stjórn Stjórnvísi ,
Aðalfundur Stjórnvísi 2013 - verður haldinn í Gyllta salnum á Hótel Borg þann 15.maí kl.15:50-17:50. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum verður boðið upp á áhugaverða dagskrá og skoðunarferð um þetta sögufræga hótel. Veitingastjóri hótelsins Völli Snær mun fræða okkur um"Veitingar og stjórnun í alþjóðlegu samhengi" og Ásgeir Jónsson lektor við HÍ og efnahagsráðgjafi hjá GAMMA mun flytja áhugaverðan fyrirlestur. Ásgeir hefur unnið ýmsar viðurkenningar sem tengjast hagfræði og nýjasta bók hans "Why Iceland" var gefin út af McGraw-Hill í Bandaríkjunum 2009.
Allir félagsmenn eiga kost á að bjóða sig fram til formanns og í stjórn. Framboð til formanns og í stjórn skulu skv. lögum félagsins hafa borist í síðasta lagi viku fyrir auglýstan aðalfund þ.e. 8.maí 2013.
Þeir, sem áhuga hafa á að bjóða sig fram, eru vinsamlega beðnir um að tilkynna það í pósti til stjornvisi@stjornvisi.is
Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:
- Kjör fundarstjóra og ritara.
- Skýrsla formanns.
- Skýrsla framkvæmdastjóra.
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
- Breytingar á lögum félagsins.
- Kjör formanns.
- Kjör þriggja stjórnarmanna til næstu tveggja ára.
- Kjör tveggja varamanna í stjórn til næstu tveggja ára.
- Kjör fagráðs.
- Kjör skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
Eftirtaldir hafa boðið sig fram til stjórnar Stjórnvísi fyrir næsta starfsár 2013 til 2014:
Til formanns:
Teitur Guðmundsson læknir, framkvæmdastjóri Heilsuverndar
Til stjórnarsetu til næstu tveggja ára:
Sigurjón Þór Árnason, gæða-og öryggisstjóri Tryggingastofnunar ríkisins
Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi
Ásta Malmquist, forstöðumaður þjónustuvers einstaklingssviðs hjá Landsbankanum.
Til varamanna í stjórn:
Guðmunda Smáradóttir, Háskólinn í Reykjavík.
Jóhanna Jónsdóttir, deildastjóri innkaupadeildar Distica
Eftirtalin voru kosin á aðalfundi 2012 til tveggja ára og sitja áfram í stjórn næsta starfsárs:
Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs Íslenska gámafélagsins.
Fjóla María Ágústsdóttir, verkefnisstjóri á skrifstofu stjórnsýslu og samfélagsþróunar hjá forsætisráðuneytinu
Þorvaldur Ingi Jónsson, viðskipta-og stjórnunarráðgjafi.
Til skoðunarmanna reikninga:
Arney Einarsdóttir, lektor í HR og framkvæmdastjóri hjá HRM - Rannsóknir og ráðgjöf.
Bára Sigurðardóttir viðskiptafræðingur, mannauðsstjóri Termu.
Til fagráðs:
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá
Samtökum iðnaðarins.
Einar S. Einarsson, framkvæmastjóri þjónustu-og sölusviðs ÁTVR.
Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc náms í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík.
Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Ríkisendurskoðun
Margrét Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Gerum betur.
Lagðar verða fram breytingar á lögum félagsins:
- gr. hljóðar svo í dag
Í stjórn Stjórnvísi eru sjö stjórnarmenn og tveir varamenn. Á aðalfundi er formaður
kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að
hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið
í fjögur ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti þrír stjónarmenn af störfum. Ef
atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem
jöfnustu innan stjórnar.
Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo skoðunarmenn til tveggja ára í senn, þó þannig að
árlega gangi annar þeirra út og nýr komi inn.
Á fyrsta stjórnarfundi skiptir stjórnin með sér verkum og kýs sér varaformann og ritara
til eins árs í senn. Stjórnin tekur ákvarðanir varðandi stjórnun félagsins og daglegan
rekstur, þ.m.t. nýjungar í starfseminni og eftirfylgni, í samstarfi við framkvæmdastjóra.
Þá setur stjórnin félaginu markmið og ber ábyrgð á skuldbindingum félagsins.
6.gr. eftir breytingu
Í stjórn Stjórnvísi eru sjö stjórnarmenn og tveir varamenn. Á aðalfundi er formaður
kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að
hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið
í tvö ár. Varamenn skulu kosnir til eins árs í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti þrír stjónarmenn af störfum. Ef
atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem
jöfnustu innan stjórnar.
Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo skoðunarmenn til tveggja ára í senn, þó þannig að
árlega gangi annar þeirra út og nýr komi inn.
Á fyrsta stjórnarfundi skiptir stjórnin með sér verkum og kýs sér varaformann og ritara
til eins árs í senn. Stjórnin tekur ákvarðanir varðandi stjórnun félagsins og daglegan
rekstur, þ.m.t. nýjungar í starfseminni og eftirfylgni, í samstarfi við framkvæmdastjóra.
Þá setur stjórnin félaginu markmið og ber ábyrgð á skuldbindingum félagsins.
- gr. hljóðar svo í dag
Fagráð félagsins er kosið á aðalfundi og skal skipað fimm mönnum úr háskóla- og
atvinnulífinu, jafnt opinbera geiranum sem einkageiranum. Stjórn og framkvæmdastjóri
funda með fagráðinu að lágmarki einu sinni á hverju starfsári.
Hlutverk fagráðsins er fyrst og fremst að vera ráðgefandi fyrir stjórn félagsins varðandi
stefnumótandi áherslur og að taka þátt í að efla ímynd og orðspor Stjórnvísi. Jafnframt
að vera félaginu innan handar varðandi faglega stjórnunarþekkingu og aðstoð við einstök
verkefni. Framkvæmdastjóri hefur umsjón með undirbúningi fagráðsfunda og ritun
fundargerðar.
9.gr. eftir lagabreytingu:
Fagráð félagsins er kosið á aðalfundi til tveggja ára og skal skipað fimm mönnum úr háskóla- og
atvinnulífinu, jafnt opinbera geiranum sem einkageiranum. Stjórn og framkvæmdastjóri
funda með fagráðinu að lágmarki einu sinni á hverju starfsári.
Hlutverk fagráðsins er fyrst og fremst að vera ráðgefandi fyrir stjórn félagsins varðandi
stefnumótandi áherslur og að taka þátt í að efla ímynd og orðspor Stjórnvísi. Jafnframt
að vera félaginu innan handar varðandi faglega stjórnunarþekkingu og aðstoð við einstök
verkefni. Framkvæmdastjóri hefur umsjón með undirbúningi fagráðsfunda og ritun
fundargerðar.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn.