Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 þann 10.febrúar nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand Hótel, Háteigi kl. 16.00 til 17:15.  Hátíðinni er einnig streymt og er streymislinkur hér. 

Forseti Íslands, Frú Halla Tómasdóttir , afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Veitt verða verðlaun í þremur flokkum auk þess sem veitt verða sérstök heiðursverðlaun.   

Dagskrá:
Setning hátíðar: Stefán Hrafn Hagalín, formaður stjórnar Stjórnvísi. 

Borghildur Erlingsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2025

Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsfólk Stjórnvísi er sérstaklega hvatt til að fylgjast með hátíðinni ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.

Dómnefnd 2025 skipa eftirtalin:
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. 
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs. 
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf. og stjórnarkona. 
Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna hér.

Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Reynslusögur af innleiðingum breytinga, af sigrum og áskorunum. Hugmyndafræði breytingastjórnunar og kröfur ISO 9001 staðalsins

Faghópar Stjórnvísi - Gæðastjórnun og ISO staðlar og Breytingastjórnun, kynna spennandi viðburð „Reynslusögur af innleiðingum breytinga, af sigrum og áskorunum. Hugmyndafræði breytingastjórnunar og kröfur ISO 9001 staðalsins“ .

 Á þessum fjarfundi kemur fyrst fram Helga Franklínsdóttir, frá EFLU, sem segir nokkrar áhugaverðar reynslusögur af innleiðingum breytinga, af sigrum og áskorunum. Helga mun einnig fjalla um breytingar þar sem mismunandi fyrirtækjamenning og áhrif hennar á innleiðingu breytinga kemur við sögu. 

 Síðan mun Ágúst Kristján Steinarrsson, frá Vita ráðgjöf, tengja sögu Helgu við hugmyndafræði breytingastjórnunar og jafnframt kröfur ISO staðalsins um breytingastjórnun. Þannig er erindið ekki eingöngu að horfa kerfislægt á breytingar í gæðaumhverfi, heldur einni mannlegar - sem skipta gjarnan höfuðmáli.

Fyrirlesarar:

Helga Franklínsdóttir

Helga lauk M.Sc. prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og B.Sc. prófi í líffræði frá Auburn University Montgomery árið 2012. Hún hefur langa starfsreynslu úr framleiðsluiðnaði og innleiðingu breytinga, bæði á Íslandi og erlendis. Áður en hún starfaði hjá Marel starfaði hún í um 4 ár hjá Icelandic Group í gæðamálum, bæði á Íslandi og erlendis. Starfaði hjá Marel í um 7 ár í alþjóðlegu hlutverki varðandi innleiðingar og umbætur en starfar nú hjá EFLU Verkfræðistofu, þar sem hún er fyrirliði yfir teyminu gæði og umbætur. Í því hlutverki vinnur hún með innleiðingar og breytingarstjórnun.
Helga hefur mikla reynslu í verkefnastjórnun, breytingarstjórnun, innleiðingu nýrra kerfa og að búa til ferla. Sú dýrmæta reynsla nýtist henni vel í hennar núverandi starfi hjá EFLU. Helga er einnig hluti að faghópnum breytingarstjórnun hjá Stjórnvísi.

 Ágúst Kristján Steinarrsson

Ágúst hefur fjölþætta reynslu af stjórnendaráðgjöf, greiningum, verkefnastjórn og fræðslu. Áður en hann hóf að starfa sjálfstætt sem ráðgjafi hafði hann öðlast dýrmæta reynslu sem stjórnandi, verkefnastjóri og ráðgjafi.
Á 20 árum hefur Ágúst fengist við hvert umbótaverkefnið á fætur öðru, stórt sem smátt og þannig hefur skapast djúp þekking og skilningur á lyklum til árangurs. Með tímanum varð til hugmyndafræði sem er í dag leiðarljós í öllum hans störfum auk þess sem hann kennir hana í Opna háskólanum og víðar.
Í dag er Ágúst stjórnunarráðgjafi í breytingum þar sem hann vinnur með stjórnendum og starfsmönnum að raunverulegum umbótum og lausnum sem lyfta upp vinnustöðum. Hann leggur ríka áherslu á mannlegu hliðina í allri sinni nálgun, samhliða því að beita skapandi, praktískum og skipulögðum vinnubrögðum.

 

Stjórnarfundur Stjórnvísi - lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „SNJÖLL FRAMTÍГ. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2024 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2024-2025:

  1. Uppfæra sniðmát og leiðbeiningar fyrir stjórnir faghópa    ábyrgðaraðilar: Anna Kristín, Ingibjörg, Auður.
  2. Innleiðing á LearnCove hjá faghópum: ábyrgðaraðilarSnorri Páll – Lilja – Matthías.
  3. Ásýnd, efling og vöxtur:  ábyrgðaraðilar: Stefán – Haraldur – Laufey

 

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

 

 

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 8. maí 2024 á Nauthól var kosin ný stjórn.

Stjórn Stjórnvísi 2024-2025.

Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettán ellefu ehf., formaður (2024-2025)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2024-2025)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2024-2025)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2024-2025)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2024-2025)
Matthías Ásgeirsson, VSÓ, (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri NOVA (2024-2026)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)

 

 

 

Eftirfarandi eru fyrstu tillögur/drög að mælikvörðum stjórnar 2024-2025

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2024-2025

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

2024-2025 

  • Uppfæra sniðmát og leiðbeiningar fyrir stjórnir faghópa (Anna K. Ingibjörg, Auður)
      • Aukning á virkni faghópa oo
      • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
      • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
      • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
      • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

 

  • Innleiðing á LearnCove hjá faghópum (Snorri Páll, Lilja, Matthías)
    • Talning á fjölda félaga sem nýta LearnCove  (verði sett inn í mælaborð)
    • Fjöldi funda sem er settur inn á LearnCove  (verði sett inn í mælaborð)
    • Áhorf á fundi inn á LearnCove (verði sett inn í mælaborð)

 

  • Ásýnd, efling og vöxtur (Stefán, Haraldur, Laufey)

                                               i.     Fjölgun fyrirtækja  oo

        1. Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
        2. Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

                                              ii.     Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

                                            iii.     Fjölgun virkra félaga oo

                                            iv.     Fjölgun nýrra virkra félaga oo

                                             v.     Fjölgun viðburða oo

                                            vi.     Fjölgun félaga á fundum oo

                                           vii.     Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

                                        viii.     Aukning á félagafjölda í faghópum oo

                                            ix.     Aukning á virkum fyrirtækjum oo

                                             x.     Fjölgun nýrra háskólanema oo

                                            xi.     Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

                                           xii.     Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

                                         xiii.     Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

                                         xiv.     Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo

                                          xv.     Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

                      xvi.     Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé styðjandi og virkur ooo

                                      xvii.     Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

                                      xviii.     Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

                                         xix.     Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

                                          xx.     Fjölgun erlendra fyrirlesara

                                         xxi.     Hækkun á NPS skori oo

                                      xxii.     Félagar/stjórnendur faghópa upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu oo

 

Af hverju er alltaf brjálað að gera? "The art of not giving a f...".

Það eru víst flestir sammála um að ekki skorti verkefni í vinnunni og margir sem upplifa að það sé "alltaf brjálað að gera".
Að skipuleggja sig er eitt en annað er að setja sér raunhæf mörk. Þá getur hugmyndafræðin "The art of not giving a f..." komið að gagni þó hún hljómi kannski ekki sérlega vel. 

Á þessum viðburði fáum við að heyra frá mjög reyndum stjórnanda sem hefur setið námskeið í hugmyndafræðinni og það á ítalskri eyju!
Einnig fáum við að heyra um hvernig stjórnendur geta verið góðar fyrirmyndir í að setja sér mörk. 

Nánari lýsing kemur á næstu dögum. 

Erum við í tómri steypu?

Fjölmenning og inngilding eru sífellt mikilvægari þættir í þróun vinnustaða. Hjá Eignarhaldsfélaginu Hornsteini, sem rekur BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna, er helmingur starfsfólks af erlendum uppruna.  Fyrirtækið leggur mikla áherslu á aukna velsæld og tók nýverið þátt í Velsældarþingi í Reykjavík, þar sem fjallað var um áherslur og sýn fyrirtækisins á velsældarhagkerfi, þar sem leitast er við að forgangsraða lífsgæðum og velferð út frá breiðum grunni.

 Á fundinum segir Helga Fjóla frá reynslu sinni og áherslum fyrirtækisins varðandi inngildingu.  Helga Fjóla mun einnig fjalla um helstu niðurstöður úr lokaverkefni sínu í Jákvæðri sálfræði við EHÍ en þar nýtti hún stafræna íslenskukennarann BaraTala til að skoða áhrif jákvæðs orðaforða á líðan og hamingju starfsfólks.

Fyrirlesari: Helga Fjóla Sæmundsdóttir - framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá eignarhaldsfélaginu Hornsteini

Transhumanism: Future scenarios, with Max More

Hver er betri til að fjalla um hugsanlegri framtíð transhúmanisma en sá sem almennt er talinn vera upphafsmaður nútíma transhumanisma, Max More?

Max mun á þessari málstofu London Futurist, sem verður á netinu, ræða um þær sviðsmyndir (framtíðir) sem hugsanlega fela í sér transhumanisma, þær líklegustu eða eftirsóknarverðustu. Max gaf þessa skilgreiningu á hugtakinu árið 1990: „Transhumanismi er flokkur lífsspeki sem leitast við að halda áfram og hraða þróun vitsmunalífs umfram núverandi mannlega mynd og mannlegar takmarkanir með vísindum og tækni."

Skráning og nánar upplýsingar eru á eftirfarandi vefslóð: Transhumanism: Future scenarios, with Max More, Sat, Mar 15, 2025, 4:00 PM | Meetup

Fjölbreytileiki og inngilding hjá Reykjavíkurborg - reynslusaga

Fulltrúi mannauðssviðs Reykjavíkurborgar mun segja frá því hvernig er unnið með fjölbreytileika og inngildingu starfsfólks borgarinnar. 

Frekari upplýsingar koma síðar. 

Samkeppnisaðgreining á fjármálamarkaði

Nánar síðar.

Framkvæmdarstjóri/Markþjálfi

 

Hulda Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar býður okkur í heimsókn  þriðjudaginn  25. mars kl. 9:00 – 9:45, á skrifstofu dk, Dalvegi 30, 2. hæð. 

Hulda ætlar að segja okkur hvernig hún hefur nýtt aðferðafræði markþjálfunar í sínum störfum. Starfsfólkið er lykillinn að árangri fyrirtækisins og hefur dk náð góðum árangri og leggur áherslu á  að vera í formi til framtíðar.  dk er sjálfstæð eining á Íslandi en partur af stærri heild. Eigendur dk eru TSS (Total Specific Solutions), sem eru með yfir 160 fyrirtæki í heiminum í 26 löndum. TSS er hluti af Topicus sem er skráð í hollensku kauphöllinni. Fyrirtæki í eigu TSS á Norðurlöndunum eru í dag 19, og þar af 2 á Íslandi.

Hulda er einnig Player Coach hjá Total Specific Solutions sem eru eigendur dk hugbúnaðar. Hún hefur áratuga reynslu sem stjórnandi í tæknigeiranum, er iðnrekstrarfræðingur, með BSc í alþjóðlegri markaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands og MA-diplómu í fræðslu og stjórnun frá HÍ auk þess að vera PCC-vottaður markþjálfi. Hulda er einn af stofnendum VERTOnet, samtaka kvenna í upplýsingatækni og félagskona í FKA.

Mikilvægt er að skrá sig á heimasíðu Stjórnvísi hér. Viðburðinum verður einnig streymt en vinsamlegast taktu fram við skráningu hvort þú mætir á staðinn eða verðir í streymi þar sem boðið verður upp á létta morgunhressingu fyrir þá sem mæta á staðinn.

TEAMS linkur hér

Innleiðing stefnu um gervigreind

Erindi um innleiðingu og hagnýtingu gervigreindastefnu í atvinnulífinu.

 

Nánari lýsing síðar

Stjórnarfundur Stjórnvísi - lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „SNJÖLL FRAMTÍГ. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2024 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2024-2025:

  1. Uppfæra sniðmát og leiðbeiningar fyrir stjórnir faghópa    ábyrgðaraðilar: Anna Kristín, Ingibjörg, Auður.
  2. Innleiðing á LearnCove hjá faghópum: ábyrgðaraðilarSnorri Páll – Lilja – Matthías.
  3. Ásýnd, efling og vöxtur:  ábyrgðaraðilar: Stefán – Haraldur – Laufey

 

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

 

 

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 8. maí 2024 á Nauthól var kosin ný stjórn.

Stjórn Stjórnvísi 2024-2025.

Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettán ellefu ehf., formaður (2024-2025)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2024-2025)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2024-2025)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2024-2025)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2024-2025)
Matthías Ásgeirsson, VSÓ, (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri NOVA (2024-2026)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)

 

 

 

Eftirfarandi eru fyrstu tillögur/drög að mælikvörðum stjórnar 2024-2025

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2024-2025

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

2024-2025 

  • Uppfæra sniðmát og leiðbeiningar fyrir stjórnir faghópa (Anna K. Ingibjörg, Auður)
      • Aukning á virkni faghópa oo
      • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
      • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
      • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
      • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

 

  • Innleiðing á LearnCove hjá faghópum (Snorri Páll, Lilja, Matthías)
    • Talning á fjölda félaga sem nýta LearnCove  (verði sett inn í mælaborð)
    • Fjöldi funda sem er settur inn á LearnCove  (verði sett inn í mælaborð)
    • Áhorf á fundi inn á LearnCove (verði sett inn í mælaborð)

 

  • Ásýnd, efling og vöxtur (Stefán, Haraldur, Laufey)

                                               i.     Fjölgun fyrirtækja  oo

        1. Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
        2. Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

                                              ii.     Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

                                            iii.     Fjölgun virkra félaga oo

                                            iv.     Fjölgun nýrra virkra félaga oo

                                             v.     Fjölgun viðburða oo

                                            vi.     Fjölgun félaga á fundum oo

                                           vii.     Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

                                        viii.     Aukning á félagafjölda í faghópum oo

                                            ix.     Aukning á virkum fyrirtækjum oo

                                             x.     Fjölgun nýrra háskólanema oo

                                            xi.     Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

                                           xii.     Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

                                         xiii.     Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

                                         xiv.     Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo

                                          xv.     Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

                      xvi.     Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé styðjandi og virkur ooo

                                      xvii.     Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

                                      xviii.     Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

                                         xix.     Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

                                          xx.     Fjölgun erlendra fyrirlesara

                                         xxi.     Hækkun á NPS skori oo

                                      xxii.     Félagar/stjórnendur faghópa upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu oo

 

Eldri viðburðir

„Leiðtogi, markþjálfi og AI: Hvernig ný tækni getur styrkt sjálfsþekkingu og samskipti“

Linkur á TEAMS

„Leiðtogi, markþjálfi og AI: Hvernig ný tækni getur styrkt sjálfsþekkingu og samskipti“


"Innsýn inn í hvernig gervigreind getur stuðlað að dýpri árangri í leiðtogahlutverkinu og stuðningi markþjálfa."


Í breyttum heimi þar sem hraði, aðlögunarhæfni og dýpri tengsl eru lykilatriði, verða markþjálfar sífellt mikilvægari í að styðja stjórnendur til árangurs. En hvernig nýtum við nýja tækni eins og gervigreind til að efla sjálfsþekkingu, bæta samskipti og styðja við sjálfbærni í leiðtogahlutverkinu?

Á þessum 30-45 mínútna fyrirlestri munum við kafa í:

  • Leiðtogahlutverkið og sjálfsþekkingu: Hvernig gervigreind getur orðið spegill sem hjálpar stjórnendum að greina styrkleika sína, blinda bletti og samskiptadýnamík.
  • Markþjálfun í nýju ljósi: Hvernig markþjálfar geta nýtt tæknina til að skapa dýpri samtöl, persónulegri nálgun og meiri áhrif í vinnu með skjólstæðingum sínum.
  • Reynslusögur í verki: Innsýn í hvernig stjórnendur og teymi hafa upplifað áþreifanlegan ávinning með nýstárlegri nálgun sem byggir á AI.

Fyrirlesturinn veitir markþjálfum hugmyndir og innblástur um hvernig þeir geta mætt þörfum stjórnenda á nýjan hátt, með áherslu á persónulegar lausnir sem styrkja bæði leiðtogastíl og teymisanda. Þetta er ekki tæknifyrirlestur – þetta er ferðalag inn í framtíð markþjálfunar þar sem mannúð og tækni vinna saman.

Komdu og fáðu innsýn í hvernig AI getur breytt sjónarhorni þínu sem markþjálfi og skapað tækifæri til að leiða skjólstæðinga þína í átt að bjartari og sjálfbærari framtíð.

Linkur á TEAMS

Hefur gervigreind áhrif á notkun gereyðingarvopna?

Notið eftirfarandi vefslóð: Teams fundarboð

Viðburðurinn mun fjalla um möguleg áhrif gervigreindar á gereyðingarvopn, bæði þá áhættu og þau tækifæri sem tæknin hefur í för með sér. Farið verður yfir hugsanlegar hættur þegar kemur að sjálfstæðum vopnakerfum, aðstoð við ákvarðanatöku og misnotkun tækninnar. Sérstök áhersla verður lögð á kjarnorkuvopn, efnavopn og sjálfvirk vopn. Í umræðu með þátttakendum skoðum við siðferðileg sjónarmið, þörfina fyrir regluverk og og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu.

Fyrirlesarinn Kolfinna Tómasdóttir er sérfræðingur í alþjóðateymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís. Þá er hún meðstofnandi og einn stjórnenda AiXist – Consortium for AI & Existential Risks, stofnmeðlimur Global Youth Security Council (GYSC) og One Young World Ambassador. Kolfinna er með meistaragráðu í alþjóðalögum og úrlausn deilumála frá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna í Kosta Ríka ásamt því að vera með diplómu í alþjóðlegri leiðtogahæfni. Einnig er hún með Mag. Jur. og BA gráðu í lögfræði ásamt diplómu í Mið-Austurlandafræði frá Háskóla Íslands.

 

sli.do Q&A og spurningar

„Þróunargallar“ London Futurist

Ögrandi skoðun á því hvernig leitað er að árangurs til skamms tíma á kostnað langtímalifunar - þróunarkenndur "galli" sem útskýrir allt frá eitruðum vinnustöðum til loftslagsbreytinga.

Þetta gæti verið að hluta til lýsing á bókinni sem fyrirlesarinn, Kristian Rönn hefur nýlega gefið út. Bók hans ber titilinn The Darwinian Trap: The Hidden Evolutionary Forces That Explain Our World (and Threaten Our Future).rwinískir englar.

Sjá nánari upplýsingar. Skráning er nauðsynleg, Engineering Darwinian angels, with Kristian Rönn, Sat, Feb 15, 2025, 4:00 PM | Meetup

 

Settu þér skemmtileg markmið fyrir árið

Teams hlekkur 

Þóra Hrund er eigandi Munum sem síðustu 10 ár hefur gefið út dagbækur sem hannaðar eru með það að leiðarljósi að auðvelda markmiðasetningu, tímastjórnun og efla jákvæða og þakkláta hugsun. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um hvernig megi nýta ýmis tól til að skapa sér skýra framtíðarsýn, setja sér markmið og ásetning til að upplifa meiri lífsgleði, skapa það líf sem þig í langar í, í meira jafnvægi og í minni streitu.

 

Að setja sér markmið er mikilvægt til að ná fram því sem við óskum okkur í lífinu. Hvort sem það tengist góðri heilsu, atvinnu, að koma verkefnum og hugmyndum í framkvæmd eða að láta drauma okkar verða að veruleika. Markmið eru ákveðinn vegvísir að draumum okkar og því sem þig langar að gera, upplifa, eiga eða verða. 

 

Margir eru með hálfgert ofnæmi fyrir þessu orði, markmið. Það er eflaust því fólk tengir markmið gjarnan við eitthvað sem er leiðinlegt en það er svo mikill misskilningur því markmið geta líka verið skemmtileg.

 

Fyrirlesturinn Settu þér skemmtileg markmið, miðar að því að setja sér skemmtileg markmið, tengjast þínum innri draumum og skapa það líf sem þig langar í og uppgötva kraftinn sem býr innra með þér. Ég vil gefa þér tækifæri til að staldra við og skoða hvað það er sem þú raunverulega vilt í lífinu, skapa þér sýn fyrir framtíðina og finna leiðir til að breyta draumum í veruleika með því að setja þér skýr markmið.

 

Fyrilesturinn verður haldinn hjá Sýn á Suðurlandsbraut 8 og hvetjum við ykkur til að mæta í hús, í boði verður léttur morgunmatur og munum við eiga notalega stund saman.

Fundarstjóri verður Kolbrún S. Hjartardóttir, mannauðsráðgjafi hjá Sýn og fulltrúi í stjórn faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi.

Teams hlekkur 

Markþjálfun vinnustofa: From Adversary to Ally: A workshop

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

8. febrúar 2025: Vinnustofa með Paul Boehnke kl. 9-17 í Opna háskólanum í HR

From Adversary to Ally: A workshop

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Paul Boehnke:

My holistic approach to coaching takes our entire being into consideration: our minds, bodies, emotions and spirit. Each of these aspects has important roles to play in our lives. But when we rely on one at the expense of another, we get out of balance and become disconnected from our values, purpose and mission in life.

The Thoughts On Demand™ method not only teaches you what you need to do to reprogram your thoughts and how to do it, but also uncovers the beliefs you hold about yourself and why you do what you do. It’s these last two that make the difference between temporary and lasting change.

You’ll learn:

• What to do when your critical voice shows up.

• To recognize the lies it tells and why you believe them.

• How to alleviate the suffering caused by negative self-talk.

• How to create thoughts that support you.

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?