Háaleitisbraut 68 Háaleitisbraut, Reykjavík, Ísland
Öryggisstjórnun,
Miðvikudaginn 15. október, kl. 8.30 - 10.00 verður fundur faghóps Stjórnvísi um umhverfis- og öryggismál haldinn hjá Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68.
Ragnheiður Ólafsdóttir umhverfisstjóri Landsvirkjunar mun kynna fyrstu rafrænu umhverfisskýrslu á Ísland sem komin er á vefinn og ræða um hvernig upplýsingamiðlunar um frammistöðu í umhverfismálum hefur þróast hjá fyrirtækinu. Landsvirkjun hefur verið eitt af leiðandi fyrirtækjum í umhverfisstjórnun á Íslandi og mikil þekking og reynsla til staðar sem nýtist við stöðuga þróun og umbætur umhverfisstarfs.
Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér skýrsluna fyrir fundinn svo líflegar umræður geti skapast um málefnið. http://umhverfisskyrsla2013.landsvirkjun.is/