Í morgun héldu faghópar um markþjálfun og verkefnastjórnun sameiginlegan fund þar sem leitað var svara við þremur spurningum: Hvað eiga verkefnastjórnun og markþjálfun sameiginlegt? Hvaða tækifæri liggja í að nota tæki og tól verkefnastjórnunar í markþjálfun? Hver er ávinningurinn fyrir verkefnastjóra og verkefnateymi að nýta sér markþjálfun? Fyrirlesarar voru þær Áslaug Ármannsdóttir og Laufey Guðmundsdóttir stofnendur Manifest.
En hvað er markþjálfun? Markþjálfun er samtalsferli á milli tveggja eða fleiri einstaklinga, uppbygging á trausti, virk hlustun, meðvitund, eftirtekt og speglun, kröftugar spurningar, stuðningur, uppgötvun, framtíðarsýn og markmiðasetning, vöxtur, þroski og skuldbinding. Markþjálfar vinna eftir 11 grunnhæfniskröfum og ýmsum módelum.
Verkefnastjórnun er hins vegar áherslan á undirbúninginn, hún er áætlunargerð, eftirlit og stýring á öllu. Í verkefnisáætlun er verkefni og umfang þess skilgreint til að fara ekki af leið. Í verkefnastjórnun eru breytingarnar settar upp sem verkefni og eru verkefni skilgreind sem viðfangsefni með skilgreint upphaf sem og skilgreindan endi ásamt því að hafa skýr og mælanleg markmið að leiðarljósi, hvernig á að mæla og hvert er markmiðið, tæki og tól, kostnaðaráætlun, gæðaviðmið, greiningar, samskiptaáætlun og vörður.
Í hinni einföldustu mynd er hægt að halda því fram að hvoru tveggja verkefnastjórnun og markþjálfun snúist um að ná fram einhvers konar breytingum hvort sem um er að ræða hjá einstaklingum, teymum, stofnunum eða fyrirtækjum. Með markþjálfun leitast markþegar eftir því að finna tilgang sinn og drauma, nýjar leiðir og lausnir að bættri frammistöðu og árangri. Líkt og í verkefnastjórnun eru markmið dregin fram í markþjálfunarferlinu sem styðja markþega við að ná fram þeim breytingum sem þeir vilja sjá í ferlinu.
Áhugavert er því að skoða samleið þessara tveggja aðferða, hvernig þær geta stutt hver við aðra og hvaða tæki og tól geta leynst í handraðanum.
Það sem er sameiginlegt með verkefnastjórnun og markþjálfun að ná fram einhvers konar breytingum, skilgreina umfang, ferli með upphaf og endi, mikilvægt er að brjóta niður íaðgerðir, halda upphaflegri sýn á lofti o.fl. það sem verkefnastjórinn getur nýtt sér í markþjálfun er SVÓT, óvissugreining, forgangsröðun verkefna, AHP greining, hagaðilagreining, skilamat og lærdómur, setja sér vörður og fagna sigrum, og verkefnisáætlun.
Undirstaða alls árangurs í teymisvinnu er traust. Að taka ábyrgð er einnig mikilvægt, skýrleiki í samskiptum, hver gerir hvað. Allt snýst um samskipti í ferlinu. Markþjálfun snýst markvisst um að traust og er lykilþáttur í leiðtogahæfni í dag. Vald verkefnastjóra er svo oft óformlegt og hann þarf að finna leiðir til að finna leiðir og koma með skapandi lausnir.
Áslaug Ármannsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) árið 2015 og er með Ba gráðu í mannfræði. Jafnframt hún lokið námi í stjórnendamarkþjálfun frá Opna háskólanum í HR. Áslaug starfar sem sjálfstæður verkefnastjóri og markþjálfi og er önnur stofnenda Manifest – verkefnamiðuð markþjálfun.
Laufey Guðmundsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) árið 2015 og er með Bs gráðu í viðskiptafræði. Þar að auki lýkur hún námi í stjórnendamarkþjálfun frá Opna háskólanum í HR í maí. Laufey starfar sem verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands og er önnur stofnenda Manifest – verkefnamiðuð markþjálfun.