Fundur var haldinn í morgun þann 3.desember hjá Toyota á Íslandi. Fyrirlesari var Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson umhverfis- og gæðastjóri Toyota á Íslandi.
Vilhjálmur fjallaði um innleiðingu ISO 14001 hjá Toyota á Íslandi. Fyrirtækið fékk ISO14001 umhverfisvottun í júní 2007.
Vilhjálmur sagði einnig frá því hvernig stjórnendur fengu starfsfólk í lið með sér.
Farið var yfir skrif gæðahandbókar, störf umhverfis-og öryggistengiliða, hvernig innri úttektir eru framkvæmdar o.s.frv.
Gagnlegar umræður mynduðust í lok fundarins.
Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka Vilhjámi fyrir áhugvert erindi. Glærur og myndir frá fundinum er nú aðgengilegt hér á vefnum.
Næsti fundur er 15.janúar næstkomandi sem ber heitið ,, Mikilvægi endurgjafa frá starfsmönnum og ávinningur af notkun ISO 9001“. Fyrirlesari er Laufey Kristjánsdóttir gæðastjóri Mannvits og Ari Hróbjartsson. Nánari upplýsingar og skráning hér: http://stjornvisi.is/vidburdir/502
Með kveðju,
Áslaug D. Benónýsdóttir
formaður faghóps um ISO staðla og vottanir