Mattthías Sveinbjörnsson flugmaður m.a. fyrstu rafmagnsflugvélar Íslands og forstöðumaður tekjustýringar ásamt Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsviðs Icelandair ræddu í dag strauma og stefnur í flugi og veltu fyrir sér framtíð flugs bæði út frá tækni og viðskiptavinunum sjálfum. Lítið hefur gerst frá árinu 1958 fyrir utan hreyflana. En nú er þriðja byltingin hafin í fluginu með tilkomu orkuskipta í flugi – rafmagns flugvélum. Allt verður miklu léttara í rekstrarkostnaði (allt að 80% lægri), hljóðmengun verður lítil sem engin, enginn útblástur og engir dýrir innviðir. Allt er á fullri ferð í þróun slíkra véla í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Bretlandi. Bandaríkjamenn eru búnir að fjármagna með Toyota fjöldaframleiðslu á flugvélum sem hefja farþegaflug 2025. Rússar eru lengi búnir að fljúga á vetni en það tekur mikið pláss. Glærur af fundinum eru aðgengilegar undir fundinum ásamt link á áhugaverða skýrslur.