Margrét Tryggvadóttir, Helga Ragnheiður Eyjólfsdóttir og Helgi Hjálmarsson hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2020.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru afhent í dag við hátíðlega athöfn á Grand hótel. Þrír stjórnendur voru verðlaunaðir.
Margrét Tryggvadóttir forstjóri NOVA í flokki yfirstjórnenda, Helga Ragnheiður Eyjólfsdóttir öryggis-og gæðastjóri ISAVIA í flokki millistjórnenda og Helgi Hjálmarsson stofnandi og framkvæmdastjóri Völku í flokki frumkvöðla.
Myndatexti:
f.v. Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Ísberg eiginkona Helga Hjálmarssonar, Helga Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, og Borghildur Einarsdóttir formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
Myndir af hátíðinni má sjá á facebooksíðu félagsins
https://www.forseti.is/fr%C3%A9ttir/2020-02-27-stj%C3%B3rnv%C3%ADsi/