Streita - dauðans alvara?

Fyrsti fundur nýstofnaðs faghóps um heilsueflingu á vinnustöðum var haldinn í dag og bauð Hildur Friðriksdóttir mannauðsráðgjafi hjá ProActive - ráðgjöf félaga velkomna. Fræðsluerindi hennar fjallaði um hvað veldur streitu í vinnuumhverfinu og vinnuskipulaginu og hvernig hægt er að draga úr henni. 50-60% tapaðra vinnudaga í ESB má tengja streitu og um 25% Evrópubúa eru með alvarlega streitu, þunglyndi og kvíðaröskun. Streita hefur áhrif á þróun sjúkdóma, þá sérstaklega geðsjúkdóma hjarta-og æðasjúkdóma. Hæfilegt álag er í sjálfu sér í lagi. Streituviðbrögð geta verið jákvæð en langvarandi streita er ekki góð. Þegar ójafnvægi er á milli þeirra krafna sem gerðar eru til okkar og þeirra úrræða sem við höfum til að standast kröfurnar.
Hvað hefur áhrif á streitustig starfsmannsins? Einstaklingurinn sjálfur, vinnuskipulagið, léleg stjórnun, ýmislegt utan vinnu. En hvað dregur úr streitu í vinnuskipulaginu? Að hafa áhrif á hvernig maður vinnur starfið sitt, verkefni hvorki of flókin né of einföld, starfshlutverk er skýrt, jafnrétti og sanngirni, félagslegur stuðningur - einkum frá yfirmanni, umbun fyrir vel unnin störf, forðast stöðuga tímapressu. Umbun getur verið í formi hróss.
Starfsmaðurinn þarf að finna út hvað veldur honum streitu og hvernig hann á að losa sig við hana, takast á við líðanina, leggja til breytingar. Inn á Dale Carnegy er kort sem hægt er að fara yfir og sjá hvernig dagurinn skiptist hjá okkur.
Hildur hvatti stjórnendur til að sýna gott fordæmi og taka þátt í hjólað í vinnuna og öllum heilsuátökum. Spá í hvað er verið að bjóða upp á í kaffistofunni. Jákvæðni í janúar, heilsuefling í febrúar o.fl.
Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri heilsuleikskólans Króks í Grindavík sagði frá hvaða stjórnunaraðferðum hún hefur beitt til þess draga úr streitu og auka samheldni og ánægju starfsmanna sinna. Stjórnendur þurfa að spyrja sig: Hvernig viljum við hafa þetta. Í leikskólum er há veikindaprósenta hjá starfsfólki. Hvernig tókst leikskólanum í Grindavík að lækka veikindaprósentu um 50% milli ára? Með jákvæðni, gleði og viðhorfi. Hvernig vinnustað/skóla viljum við hafa. Stofnanamenningin skiptir mestu máli. Enginn gerir það nema starfsmennirnir sjálfir. Hvernig samskipti vil ég hafa við börnin, foreldra og samstarfsfólk. Heimskaffiaðferðin: 1 hópstjóri á hverju borði, 4 á hverju borði, rætt saman og síðan fara 3 á hin borðin - allir blandast og ræða saman um sömu spurningarnar og til baka. Þetta hefur reynst best, því allir segja hvað þeir heyrðu út í heimi þ.e. á hinum borðunum og fara svo aftur heim. Í lokin er allt tekið saman og kynnt fyrir starfsmönnum. Stjórnunarteymi hittist reglulega og talar alltaf saman um það og taka ákvarðanir í sameiningu. Stjórnandi er fyrst og fremst fyrirmynd. Stjórnandi þarf að sækja sér námskeið og hugsa vel um sig. Hvað er ég að gera rétt og hvernig get ég bætt mig? Huldu hefur tekist að skapa traust umhverfi þar sem allir þora að tjá sig. Þau stunda saman jóga og þetta traust hefur orðið til þess að fólk treystir sér að tala um líðan sína kvíða o.fl. Þegar þú mætir í vinnuna, hugsaðu um hvernig manneskja þú ætlar að vera í dag. Það er ofsalega gott ef þú ert með erfiða starfmenn að setja upp vog, hugsa um hvað er jákvætt og hvað er neikvætt um viðkomandi.

Fleiri fréttir og pistlar

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?