Stóraukin ábyrgð stjórnenda fylgir breytingum á ISO 14011 og ISO 45001.

Faghópar um gæðastjórnun og ISO héldu í morgun fund sem fjallaði um breytingar á umhverfis- og öryggisstjórnunarstöðlum, ISO 14001 og ISO 45001. Einstaklega góð mæting var á fundinn. Fyrirlesarar voru þau Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Eflu Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur hjá Eflu og Magnús Matthíasson, gæðastjóri Eflu. sem fóru yfir helstu breytingar sem verða á OHSAS 18001 í tengslum við útgáfu hans sem ISO staðals 45001 og breytingarnar á 2015 útgáfunni af ISO 14001. Einnig sögðu þau frá því hvernig Efla er að bregðast við þessum breytingum á stöðlunum.
Helga kynnti Eflu stuttlega. Í dag koma 30% af tekjum Eflu erlendis frá. Efla er með ISO 9001 , 14001 og 18001 vottun. Hjá fyrirtækinu er starfandi umhverfissvið. Í vinnuverndarmálum er unnið með áhættumat starfa. Eva sagði frá því að samræming ISO staðla hófst 2012. Nú er kominn nýr kafli í staðlana um „leadership“. Innleiðing þessara kerfa gengur ekki upp nema hafa stjórnendurna með. Í eldra kerfinu var fulltrúi stjórnenda nú er krafa um að stjórnendur séu með. Kaflarnir eru 10 og eru eins í öllum stöðlunum. Nýr ISO14001 kom í september 2015 og er aðlögunin þrjú ár. Passa þarf upp á að fara í vottun fyrir september 2018 til þess að öll vottun sé komin í gegn. ISO45001 sem kemur í stað OHSAS 18001 er væntanlegur í desember 2017. Allir eru staðlarnir byggðir upp plan-do-check-act. Mikilvægt er að horfa á alla samninga sem fyrirtækið kemur að. Ekki er vitað til hvort standi til að þýða staðalinn. Í kafla 5 er ný rafa Leadership and commitment. Þeir sem koma að því að setja fram markmið skulu úthluta verkefnum og það er í dag þeirra hlutverk að passa upp á stefnumörkun og markmiðasetning umhverfis-og öryggisstjórnunar fléttast inn í alla stefnu-og áætlanagerð fyrirtækisins. Í 45001 er mikil áhersla á þátttöku starfsfólks, þekking þeirra sé með. Í kaflanum um „Support“ er meginbreytingin sú að ekki er gerð krafa um verklagsreglur heldur þarf að skjalfesta upplýsingar og frjálst er hvernig það er gert. Starfsmaður þarf að þekkja 1. Stefnuna 2. Hvernig starf hans getur haft áhrif á hana og 3. Afleiðingar ef hann fylgir ekki kerfinu. Í kafla 8, operation, eru nýjar áherslur. Hugsa þarf út í hvaðan vörur fyrirtækisins eru að koma og gera kröfur til verktaka. Ábyrgðin nær út fyrir fyrirtækið í dag og þurfa verktakar að vinna samkvæmt stefnu fyrirtækisins. Nú þarf að elta ferilinn. Ný lög eru komin í opinberum innkaupum sem snúa að ábyrgum innkaupum. Í kafla 9 og 10 eru litlar breytingar. Ekki er talað um forvarnir í staðlinum en þess í stað eru forvarnirnar í áhættumatinu. Í mjög stuttu máli þá þarf að þekkja fyrirtækið, umhverfið, hagsmunaaðila, innri og ytri þætti, frumkvæði stjórnenda, áhættuhugsun, vistferilshugsun og breyttar áherslur.
Magnús Matthíasson, gæðastjóri Eflu fór yfir hvernig Efla ætlar að takast á við breytingarnar. Magnús sagði að frumkvæði og virkjun stjórnenda væri lykilatriði top-down. Efla nýtir Work point. Úttektaraðili fer eftir breytingarnar beint í stjórnandann og hann er ábyrgur. Hann þarf að sýna hvað hann áætlar og hvað kom út. Gæðastjóri þarf ekki lengur að svara til úttektaraðila. Magnús notar enn gæðahandbók og það sem Efla er búin að byggja upp. Þær nýtast nýjum starfsmönnum. Það er ábyrgð stjórnandans að ferlið sé að virka. Það er stjórnandans að halda gæðakerfinu virku og hjálpar honum í sinni vinnu. Ábyrgðin hefur verið færð þangað sem verkið er unnið. Hlutverk gæðastjórans verður meira upplýsingaöflun og upplýsingamiðlun.
Helga Jóhanna sagði að með hagsmunaaðilagreiningu væri verið að draga upp mikið af máum strax í upphafi. Á döfinni er að gera hagsmunaaðilagreiningu hjá Eflu. Hvernig getur Efla skilað umhverfisvænni lausn? Það sem gerist núna er að gera alla hönnuði meðvitaða Í work point eru verkefnin stofnuð og ekki er hægt að stofna verk nema fara í gegnum þessa þætti fyrst. Vel er haldið utan um lög og reglur sem eiga við svo ekkert gleymist. Allt er litamerkt hjá Eflu þ.e. allar kröfur eru annað hvort grænar (uppfylltar) eða rauðar. Vistferilshugsun er alveg ný en hvað er hún? Vara er framleidd, keypt inn aðföng, framleiðsla, dreifing, notkun og förgun. Í ISO 14001 var mest horft á framleiðslu og eitthvað á innkaup. Nú þarf að horfa á allt ferlið, horfa upp virðiskeðjuna. Umhverfismerki fyrir vörur er merktar, skilgreindar þannig að þær uppfylli ákveðnar kröfur t.d. svansvottun, EPD, o.fl. Sem almennur innkaupaaðili er mikilvægt að horfa á keðjuna. Eitt er að vera með starfsleyfi og annað hvernig því er fylgt eftir.

Fleiri fréttir og pistlar

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?