Góðan daginn,
Nú er verið að stofna faghóp sem hefur virðismat og virðismatstækni á sínu fagsviði. Stefnt er að því að halda fyrsta fundinn í janúar 2015, nánar tiltekið fimmtudaginn 15. janúar, kl. 17:00-18:30. Fundarstaður verður að Eiðistorgi 15, 170 Seltjarnes, í húsnæði Stjórnvísis, (Innovation House, 3.hæð).
Þau ykkar sem hafa áhuga að starfa í stjórninni og/eða undirbúa fundi og/eða viðburði, eru hvött til að mæta, þar sem liður nr. 4 á dagskránni er að kjósa stjórn o.fl.. Mjög gott er að hafa 5 til 7 manna stjórn, þannig að sem flest sjónarmið komist að og að vinnuálag dreifist einnig sem best.
Ekkert mál að senda inn tillögur að viðburðum fyrirfram eða koma með þær á stofnfundinn, eða hafa samband við undirritaðann. (procontrol@procontrol.is)
Hér má sjá nánari upplýsingar um faghópinn:
http://www.stjornvisi.is/hopur/virdismat-og-virdismatstaekni
Dagskrá:
Hefst kl. 17:15.
1 Kynning og markmið með faghópnum.
2 Stuttur fyrirlestur um - Valuation techniques - Einar Guðbjartsson, dósent.
3 Kaffi og kökur (hvet fundargesti að koma með smá nesti, t.d. kleinur eða vínabrauðslengjur)
4 Skipan í stjórn og starfið framundan.
a. Kjósa stjórn, formann o.fl.
b. Viðburðir, t.d. skipuleggja þrjá viðburði á vorönn.
5 Ákveða næsta fund.
6 Önnur mál.
Kveðja
Einar