Mannauðsstjórnunarhópur Stjórnvísi stóð fyrir fundi um núvitund í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Á þessum fundi fengu Stjórnvísifélagar að gera fleiri en eina núvitundaræfingu og kynnast þessari einstöku austrænu tækni sem þar hefur verið stunduð í hundruð ára. Núvitund er öflugt leið til að takast á við krefjandi starf og auka vellíðan. Núvitund hjálpar okkur að auka athygli og efla einbeitingu, eykur skilvirkni, dregur úr neikvæðum áhrifum streitu, eflir ónæmiskerfið og hefur jákvæð áhrif á samskipti og starfsanda.
Á þessari kynningu var farið yfir hvað felst í núvitund og hvað rannsóknir segja um ávinning einstaklinga við að tileinka sér núvitund og hvaða hag fyrirtæki hafa af því að innleiða núvitund inn í vinnustaðamenningu. Farið var yfir hvernig starfsfólk getur með einföldum æfingum aukið núvitund sína, þjálfað huga og heila, skerpt athygli og einbeitingu þannig að auðveldara verði að takast á við verkefnalista og áskoranir í lífi og starfi en jafnframt aukið vellíðan sína og velgengni.
Fyrirlesarar voru þær Bryndís Jóna Jónsdóttir og Anna Dóra Frostadóttir. Anna Dóra er sálfræðingur, núvitundarkennari og félagsráðgjafi. Hún rekur eigin sálfræðistofu á Núvitundarsetrinu og sinnir jafnframt kennslu í núvitund á háskólastigi. Bryndís Jóna Jónsdóttir hefur starfað við mannauðsstjórnun, verkefnastjórnun, ráðgjöf og kennslu. Hún er núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu, með MA diplóma í jákvæðri sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf.
Núvitund hefur verið starfrækt í 200 ár. Í Austurlöndum er skoðað hvað er að gerast í huganum. Á Vesturlöndum hefur hins vegar meira verið skoðað hvað er að gerast inn í heilanum sjálfum. Það að taka frá 10-20 mínútur á dag í núvitund breytir heilanum. Heilinn er skannandi hugur og í viðbragðsstöðu fyrir hættum. Það er því tilhneiging hjá okkur til neikvæðrar afstöðu, markmiðið er fyrst og fremst að lifa af. Það sem gerir okkur erfiðar fyrir er að heilinn gerir ekki greinarmun á líkamlegri og sálrænni hættu. Heilinn hefur ekki náð að fylgja þróuninni. Það er því nóg að ímynda sér hluti til að heilinn fari í viðbragðsstöðu. Góðu fréttirnar eru að það er hægt að hjálpa heilanum okkar.
Endalaust er hægt að lesa um núvitund en best er að prófa hana. Anna Dóra leiddi Stjórnvísifélaga í gegnum núvitundaræfingu. Það eru 3 lög núvitaðrar athygli, bein upplifun, hugsanir um okkar beinu upplifanir, upplifanir á öðrum tíma og stað. Hugurinn fer með okkur hvert sem við förum. En hvað er átt við með núvitund? Núvitund er sú meðvitund sem skapast við að beina athyglinni með ásetningi, á þessu augnabliki án þess að dæma að hlutum eins og þeir eru (ekki búa til eitthvað nýtt). Maður á að gangast við sér eins og maður er. Augnablik sem við munum og eru kristaltær eru núvitund. Núvitund er eiginleiki sem við búum öll yfir í mismiklum mæli og sem við getum þjálfað. Til að þjálfa núvitund er stundum gerð rúsínuæfingin hún er snert, horft á hana, hlustað á hana bragðað og lyktað. Það sama á við með að fara í sturtu, hugsa til þess hvað skynfærin eru gagnleg. Best er að æfa sig á hverjum einasta degi, stutta stund í senn að stýra athyglinni. Þannig kynnumst við eigin hugarheimi. Hugleiðsluæfing er stefnumót við þitt sjálf. Núvitundarþjálfun gerir okkur kleift að taka betur eftir, róa hugann og sjá hlutina skýrar. Smátt og smátt fer fólk að mýkjast gagnvart sjálfu sér og gagnrýni á sjálfan sig minnkar. Með því að taka betur eftir og fylgjast með eigin hugsunum og tilfinningum af auknum skýrleika náum við einnig að fylgjast með þeim frá aukinni fjarlægð og týnast síður í þeim. Óforlegar æfingar eru að taka eftir þegar við erum að ganga, tala, borða fara í sturtu. Við ættum að þróa með okkur þakklæti þegar við borðum og njóta hvers einasta munnbita.
Við erum fljót að fara í sjálfstýringu t.d. keyra bíl og reima skó. Hins vegar er vandamál þegar tilfinningar fara í sjálfstýringu. Í sjálfstýringu þá horfum við án þess að sjá, heyrum án þess að hlusta, snertum án þess að finna. Á milli áreitis og viðbragðs er rými. Í því rými býr frelsi okkar og vald til að velja viðbrögð okkar sem hefur síðan áhrif á þroska okkar. Við þurfum að minna okkur endalaust á að vera hér og nú, bregðast við af yfirvegun og ró, forgangsraða verkefnum, vera með hugann við verkefni sem við erum að sinna hverju sinni, fylgja eftir verkefnum án þess að missa sig í 5-6 önnur verkefni hugsunarlaust. Bryndís hvatti aðila til að googla „60 minutes mindfulness“ og skoða þann þátt. Öll stórfyrirtæki eru að innleiða núvitund inn á vinnustaði sína. Ástæðan er aukin vellíðan og aukin ánægja starfsmanna. Núvitund er lykill að góðri heilsu. Horfa á myndina „Inside oute“ hún er stórkostleg mynd sem sýnir innri tilfinningar. Hún sýnir tilfinningar okkar og hvernig við stundum dveljum í henni. Sorgin er tilfinning sem er réttmæt og eðlileg en hún má ekki hamla okkur við að halda áfram. Bókin „Núvitund, leitaðu inn á við“ er frábær bók eftir starfsmann hjá Google. Finding the space to lead höf: Janice Marturano er einnig mjög góð bók byggð á rannsókn sem var gerð hjá General Mills. Elllen Langer er fyrsti prófessor hjá Harward em kennir Núvitund. Núvitundin hjálpar mikið til við að bæta allar hliðar lífs þíns. Núið fær stærra rými en fortíð og framtíð minna. Track your happiness er skemmtileg rannsókn sem gerð var í Harward. Þar staðfestist að hamingjan mælist mest þegar fólk er andlega til staðar. Æfðu þig þá í að vera oftar hér og nú. Mikilvægt er einnig að hlusta. Alls kyns efni er á vefnum t.d. headpace, smiling mind, happapp.is o.fl.
Stjórnvísifélagar stigu út úr sjálfstýringunni í núvitundaræfingu í morgun.
Fleiri fréttir og pistlar
Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:
https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc
https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK
- Inclusive Design and Policy: Moving beyond compliance to create accessible environments in workspaces and public life that respect autonomy and dignity.
- Intersectional Experiences: How disability intersects with race, gender, class, and other identities, creating unique challenges and opportunities for equity in both professional and social settings.
- Representation and Leadership: The critical need for disability-inclusive leadership and decision-making in workplaces, communities, and societal institutions.
- Cultural and Systemic Change: How workplaces and societies can address ableism, promote belonging, and establish sustainable frameworks for inclusion in all areas of life.
Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.
Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum?
Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.
Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.
Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.
Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá
Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!
Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Starfsafl í Húsi Atvinnulífsins. Það var framkvæmdastjóri Starfsafls Lísbet Einarsdóttir sem tók vel á móti félögum. Í dag eru 2000 fyrirtæki með aðild að SA, 80% fyrirtækjanna eru með 50 starfsmenn eða færri. Árið 2023 fóru 452 milljónir í styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Sjö fræðslusjóðir reka saman vefgáttina Áttan. Með launatengdum gjödum er greitt í sjóðina. Stéttafélögin afhenda til eindtaklinga og Starfsafl til fyrirtækja. Öll fyrirtæki eiga rétt á allt að 3milljóna á ári. Fyrirtæki eiga að styrkja starfsmenn líka til náms. Lísbet tók dæmi um ávöxtun hjá fyrirtæki. Fyrirtækið greiddi í iðgjöld 1.276.384 og fékk greidda styrki að upphæð 2.330.60.- 82,5% ávöxtun. Sum fyrirtæki taka aldrei neitt út úr sjóðnum heldur greiða sjálf alla fræðslu. Væntanlega þekkja mörg fyrirtæki ekki til Starfsafls. Í fræðslustefnu fyrirtækja er mikilvægt að komi fram að fyrirtækið greiði fyrir sitt starfsfólk alla starfstengda fræðslu sem haldin er að frumkvæði fyrirtækisins. Hægt er að óska eftir styrk eða greiðslu vegna eftirfarandi: Náms sem tengist starfstengdum réttindum, s.s. vinnuvéla-og meirapróf, náms sem tengist viðhaldi og endurnýjun á starfstengdum réttindum, námi í íslensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna, annað starfstengt nám sem sýnt er að þörf sé á. Starfsfólk sem verið hefur í starfi lengur en 12 mánuði getur óskað eftir styrk vegna starfstengts náms sem stundað er utan vinnu en getur talist til starfsþróunar.
Mikilvægt er að fara í fræðslugreiningu, hvað vantar okkur? Greina núverandi þarfir, horfa til framtíðar, kanna vilja og þarfir stjórnenda og starfsfólks, hver er óska staðan og hvernig komumst við þangað?
Skv. Cranet á starfsmaðurinn oftast frumkvæði að þeirra fræðslu sem er nauðsynleg. Fyrirtæki þurfa að huga að því hvaða fræðslu þurfi til að fyrirtækið sé starfshæft í framtíðinni og hvaða endurmenntun er nauðsynleg t.d. til að endurnýja og viðhalda réttindum. Huga þarf einnig að störfum morgundagsins og hafa fræðslu í takt við það. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á vinnuvernd andlegri og líkamlegri. Öryggis- og brunavarnir eru mikilvægar, fagtengd fræðsla, starfstengd fræðsla, stjórnun/ liðsheild, samskipti, inngilding, einelti á vinnstað o.fl.
Í fræðsluáætlun þarf að forgagnsraða þörfumm, finna hentuga fræðslu og fræðsluleiðir, setja upp áætlun með kostnaði og styrkjum og skilgreina verkferla. Fyrirtæki eiga að athuga með hvað fer á bókhaldslykilinn ”fræðsla” og fá bókarann eða þann sem er ábyrgur til að sækja um styrki.