Á fundi Stjórnvísi, sem haldinn var nú í morgun 17. október, hélt Björgvin Filippusson stofnandi KOMPÁS áhugaverðan fyrirlestur undir yfirskriftinni “Sóknarfæri í miðlun þekkingar þar sem hann fjallaði um KOMPÁS hugmyndafræðina og stiklaði á stóru um uppbyggingu þekkingarsamfélagsins.
Í samantekt við lok fundar var það samdóma álit fundarmanna að KOMPÁS varðaði mjög marga stjórnendur og ætti mikið lof skilið fyrir hugmyndafræðina, framsetningu efnis og ávinning sem slíkur vettvangur skapar fyrir faglega stjórnun.
Hér má sjá myndir af fundinum http://www.facebook.com/media/set/?set=a.371119176304635.86919.191003920982829&type=1