Hér má sjá myndir frá viðburðinum. Hérna er hlekkur á upptöku af fundinum.
Í dag hittust stjórnir faghópa Stjórnvísi í FlyOverIceland þar sem nýju starfsári var startað af krafti. Farið var yfir ýmis atriði til að létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, örstuttur tími gafst til að sameinast um viðburði, skerpt var á stefnu og gildum félagsins.
Krafturinn í stjórnum faghópanna er meiri en nokkru sinni fyrr eins og meðfylgjandi excelskjal sýnir þar sem komin eru drög að á annað hundruð viðburða í vetur.
Í lok fundar þar sem ríkti bæði gleði og kátína var boðið upp á einstaklega skemmtilega flugferð.