Stefnt er að því að afhenda Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi þann 26.apríl nk. á Grand Hótel ef aðstæður leyfa.
Tengill á streymið er hér. Stjórnvísi óskar öllum þeim sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlaunanna 2021 innilega til hamingju.
Smelltu hér til að sjá nöfn þeirra sem eru tilnefndir 2021
Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2021 þann 26. apríl nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand hótel, Háteig, kl. 16.00 til 17:15. Sökum fjöldatakmarkana er ekki hægt að bjóða öllum þeim sem eru tilnefndir til hátíðarinnar eins og áður hefur verið gert en við hvetjum þig eindregið til að bóka þig og fylgjast með hátíðinni í beinu streymi. Þeir sem mæta á Grand hótel hafa verið boðaðir þangað sérstaklega s.s. forseti Íslands, hátíðarstjóri, formaður Stjórnvísi, dómnefnd o.fl.)
Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Veitt verða verðlaun í þremur flokkum.
Dagskrá:
Setning hátíðar: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Stjórnvísi.
Hátíðarstjóri: Kristinn Tryggvi Gunnarsson, breytingarstjóri HMS.
Viðurkenning veitt heiðursfélaga Stjórnvísi 2021
Borghildur Erlingsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2021
Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsmenn Stjórnvísi eru sérstaklega hvattir til að fylgjast með hátíðinni ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.
Dómnefnd 2021 skipa eftirtaldir:
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna hér.
Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi