Þann 21. maí n.k. verður Strategíudagurinn haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn með hálfsdagsráðstefnu á Hótel Natura. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Robin Speculand, ráðgjafi og metsöluhöfundur en hann sérhæfir sig í árangursríkri innleiðingu stefnu. Rannsóknir Robins Speculand og fleiri sérfræðinga, sýna að 90% fyrirtækja ná ekki þeim árangri sem þau ætla sér við innleiðingu á nýrri stefnu.
5 Robin Speculand High res pictureRobin Speculand hefur þróað einfalt en skilvirkt verkfæri sem hann kallar The Implementation Compass eða Stefnuvitann. Á Strategíudeginum mun hann kynna Stefnuvitann og fjalla um hvernig hægt er að vinna að árangursríkri innleiðingu stefnu eða eins og hann kallar það „Excellence in Execution“.
Robin Speculand vinnur með stjórnendahópum um allan heim og hefur m.a. verið fjallað um hans störf í BBC UK & Global, CNBC, Financial Times, The Sunday Telegraph, The Australian, The Singapore Straits Times og Management Today. Hann hefur skrifað nokkrar bækur og haldið fyrirlestra um allan heim og vorið 2007 kom Robin Speculand til Íslands og hélt námsstefnu fyrir MBA nema í HÍ í tilefni að 5 ára afmæli námsins.
Á ráðstefnunni munu ráðgjafar Strategíu fjalla um ýmsar skilvirkar aðferðir sem gera fyrirtækjum kleift að ná árangri í sínu starfi.
Dagskrá ráðstefnunnar:
8:30 - 08:50 Setning - Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
8:50 - 10:20 “Excellence in Execution - Robin Speculand, ráðgjafi
10:20 - 10:40 Kaffispjall
10:40 - 11:50 Ýmsar skilvirkar aðferðir sem gera fyrirtækjum kleift að ná árangri í sínu starfi - Ráðgjafar Strategíu
11:40 - 12:00 Lokaorð - Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP
Ráðstefnustjóri: Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu
Verð: 14.900 kr. og er innifalin nýjasta bók Robins Speculand, Beyond Strategy.
Vakin er athygli á því að ef fleiri en þrír eru skráðir á ráðstefnuna frá sama fyrirtæki, er veittur 20% afsláttur.
Bókanir og nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru hér: http://strategia.is/er-fyrirtaekid-thitt-1-af-10-sem-naer-arangri/