Tengslanet fyrirtækja - vannýtt auðlind
Á bak við formleg skipurit fyrirtækja leynist óformlegt skipulag þeirra - það tengslanet sem starfsmenn reiða sig á í störfum sínum. Mikilvægt er fyrir stjórnendur að skilja þetta tengslanet og hvernig það fellur að skipulagi og markmiðum fyrirtækisins. Á námskeiðinu er stjórnendum kenndar aðferðir til að efla tengslanet fyrirtækja og virkja það betur. Ennfremur er fjallað um hvernig best er að greina, virkja og byggja upp innri og ytri tengslanet fyrirtækja og starfsmanna þeirra.
Á námskeiðinu verður fjallað um aðferðir til að byggja upp skilvirkt tengslanet fyrir fyrirtækið í heild en einnig verður fjallað um hvernig einstaklingar geta nýtt tengslanet sitt til að auka afköst sín og hvernig þeir geta þróað tengslanet sem fellur að þörfum þeirra.
Á námskeiðinu er fjallað um:
Aðferðafræði við mælingu tengslaneta í fyrirtækjum.
Virkjun tengslaneta til að bæta þjónustu fyrirtækisins.
Greining á lykilhnútpunktum og veikum hlekkjum.
Þróun á tengslanetum yfir tíma.
Samanburður á „upplýsingatengslanetum“ og „áhrifatengslanetum“.
Tengslanet og breytingastjórnun.
Tengslanet og nýsköpun.
Tengslanet á Íslandi í alþjóðlegum samanburði.
Ávinningur þinn:
Aukinn skilningur á tengslaneti fyrirtækis þíns.
Meðvitund um mismunandi gerðir tengslaneta.
Aðferðir við að nýta tengslanet við ýmsar aðstæður.
Aukinn skilningur á tengslanetum einstaklinga innan fyrirtækisins.
Persónuleg skýrsla með leiðbeiningum um næstu skref í þróun þíns eigin tengslanets.
Fyrir hverja: Stjórnendur í fyrirtækjum, stofnunum og félögum, millistjórnendur og mannauðsstjóra, auk annarra sem takast á við starfsmannastjórnun eða uppbyggingu fyrirtækja.
Kennarar: Magnús Þór Torfason er lektor við Harvard Business School (HBS) í Boston. Hann stundar kennslu og rannsóknir á sviði tengslaneta og frumkvöðlastarfsemi. Magnús hefur starfað við HBS síðan hann lauk doktorsgráðu í stjórnun við Columbia Business School í New York árið 2010. Magnús var stofnandi og þróunarstjóri Handpoint og útskrifaðist úr grunnámi (BS/CS) í bæði rafmagnsverkfræði og tölvunarfræði við HÍ.
Tími: Fim. 16. maí kl. 9:00-17:00
Verð: 95.000 kr.
Staður: Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7
Nánari lýsing og skráning hér
Fleiri áhugaverð námskeið á sviði stjórnunar og forystu
Magnús Þór Torfason, lektor við
Harvard Business School (HBS) í Boston