Stjórn faghóps um Sköpunargleði vill vekja athygli á þessari einstöku ráðstefnu Startup Icleland 2012.
Startup Iceland 2012 býður þér og þínu fyrirtæki til þátttöku á fyrstu ráðstefnu sinnar tegundar sem haldin er á Íslandi.
Ráðstefnan verður haldinn þann 30. maí 2012, í Andrews Theater á Ásbrú (Keflavík). Þessi alþjóðlegi atburður teflir saman frumkvöðlum, fjárfestum og fyrirmönnum frá nokkrum af heitustu nýsköpunarsamfélögum veraldar. Í þeirra hópi eru t.a.m. fyrstu fjárfestarnir í Twitter og Zynga, framleiðanda Farmville. Ísland hefur mikla nýsköpunar og frumkvöðlamenningu og er í vel stakk búið til að verða áhrifamikill þáttakandi í nýsköpun á heimsvísu. Startup Iceland ráðstefnan leitast við að efla alþjóðleg áhrif Íslands og tengja frumkvöðla og aðra aðila í nýsköpun til að styðja sjálfbæra efnahagslega vistkerfaþróun á heimsvísu.
Helstu ræðumenn:
Ólafur Ragnar Grímsson, Forseti Íslands
Brad Burnham, stofnandi Union Square Ventures og fyrsti fjárfestinn í Twitter
Brad Feld, MP Foundry Group, fjárfestir í Zynga framleiðandi Farmville
Gunnar Hólmsteinn, CEO, CLARA
Eirikur Hrafnsson, CEO, GreenQloud
Rebeca Hwang, CEO, younoodle.com
Hilmar B. Janusson, EVP of R&D, Ossur
Hilmir Ingi Jonsson, CEO, Remake Electric
Rebecca Kantar, stofnandi & CEO, BrightCo.
Isaac Kato, CFO, Verne Global
Alison MacNeil, CEO, GogoYoko
Hilmar Veigar Pétursson, CEO, CCP
Sarah Prevette, stofnandi & CEO, Sprouter.com and BetaKit
Rakel Sölvadóttir, Stofnandi Skema
Helga Valfells, MD, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins
Matt Wilson, meðstofnandi, Under30CEO
Ted Zoller, Kauffman Foundation Senior Fellow
Miðaverð er kr. 19.500 en við bjóðum upp á sérverð til fyrirtækja og hópa sem kaupa 5 miða á 50.000 kr.
Ráðstefnan er einstakur vettvangur til að kynnast því allra heitasta í frumkvöðlafræðum, tækni og viðskiptum í dag. Einnig er þessi viðburður gott tækifæri til að stækka tengslanetið og hitta aðra ,,mindalike vini.
Markmið okkar er að gera Startup Iceland ráðstefnuna að árlegum viðburði á Íslandi (eins og Icelandic Airwaves). Á hverju ári ætlum við að fá áhrifamestu fjárfesta og hugsjónarmenn í frumkvöðla og tæknigeiranum til að koma til Íslands og kynna það nýjasta sem Í boði er í heiminum í dag.
Til þess að panta miða, getur þú sent okkur póst tilbaka og við staðfestum komu ykkar með reikningi og miða í pósti.
Við vonum að þú sjáir þér fært að koma og taka þátt í því að koma Íslandi efst á kortið í frumkvöðlasamfélagi heimsins !
Frekari upplýsingar má nálgast á: http://2012.startupiceland.com/
Með vinsemd og virðingu,
Team Startup Iceland.