Heilbrigðishópur fékk Inga Steinar Ingason verkefnisstjóra rafrænnar sjúkraskrár hjá Embætti Landlæknis (EL) til að koma og fjalla um stöðuna í rafrænni sjúkraskrá, þá vinnu sem er búið að leggja í rafræna sjúkraskrá og það sem framundan er í auknum aðgangi að gögnum milli stofnana innan heilbrigðiskerfisins.
Margir áhugaverðir punktar komu m.a. á að auka aðgengi lækna að lyfjagagnagrunni EL, einnig að vænst er nýrrar útgáfa af Sögu (rafræn sjúkraskrá) nú í febrúar og að unnið er að því að koma á uppflettimöguleikum milli stofnana. Nú er íslenska ríkið orðið eigandi ,,Heklu" og mun stuðla að fullri innleiðingu rafrænna lyfseðla.
Mörg önnur verkefni eru í vinnslu og hefur Velferðaráðuneytið jafnvel skoðað möguleikana á kaupum á heildstæðu sjúkraskrákerfi, en það er áætlað að kosti allt á bilinu 6-12 milljarða króna. Ekki hefur verið tekin formleg ákvörðun um neitt slíkt og því verður áfram unnið með Sögu-kerfið og samþættingu þess milli svæða amk. næstu 3 árin. Uppfærslum á Sögu verður fylgt eftir af starfsmönnum EL sem munu leggja áherslu á samræmi í skráningu.
Fundurinn var haldinn á Landsspítala og var mætingin góð eða um 70 manns.