Spennandi ný tækifæri - L.E.T. ( Leader Effectiveness Training )

Í morgun héldu faghópar um mannauðsstjórnun, markþjálfun, stefnumótun og árangursmat fjölmennan fund í HR.  Þrír fyrirlesarar þau Gróa, Ingólfur og Þyri Ásta kynntu áhugaverða nálgun til að nýta við stjórnun, samvinnu og samskipti. LET ( Leader Effectiveness Training ) -  hugmyndafræðin kemur frá Gordon Training International sem stofnað var af Dr. Thomas Gordon og á erindi til stjórnenda sem og almennra starfsmanna. LET hugmyndafræðin byggir á samskiptafærni og á að baki sér 50 ára þróun. Hún er grunnurinn að öðrum leiðum Gordons eins og P.E.T. (Parent Effectivenss Training), T.E.T. (Teachers Effectiveness Training) o.fl. Hugmyndafræðin byggir á því að nota ákveðin samskiptaleg verkfæri út frá svokölluðum hegðunarramma. Farið var yfir L.E.T. hugmyndafræðina, áhrifaþætti og niðurstöður rannsókna sem tengjast henni.

LET byggir á þarfagreiningu, 360 gráðu mati, LET námskeiði og kerfisbundinni eftirfylgni.  Í LET fræðsluumhverfinu er hægt að halda utan um starfsmannafræðslu á einum stað í samræmi við heildina.  Í LET eru hagnýt verkfæri eins og virk hlustun, ég skilaboð, leið til að forðast átök, aðferð til að leysa átök þannig að allir séu sáttir, leið til að greina á milli viðhorfa og gilda.  Stærsti þátturinn í LET árangurskerfinu er vinnustofa í bættum samskiptum.  Á LET vinnustofu er lögð áhersla á heildarumhverfi þegar kemur að bættum samskiptum.  Í LET er eftirfylgni, endurmenntun, reglulegt mat, stöðumat, markþjálfun og önnur ráðgjöf.  LET vinnur með hegðunarramma 1. Annar á vandamálið 2. Ekkert vandamál 3. Ég á vandamálið 4. Við eigum vandamálið.  Vissulega reyna allir að eiga ekkert vandamál. 

Í LET er virk hlustun með öllum skynfærum, sýnu áhuga, sýnum skilning, viljum hjálpa, gefa sér tíma og tölum sama tungumálið.  Þegar við erum í samræðum er alltaf spurning um vandamál þ.e. hver á þau.  Rætt var um tólf hindranir: skipun, aðvörun, predikun, ráðfæra, rökræða, gagnrýna, hrósa, flokka, greina, hughreysta, spyrja og forðast.  Hvernig á að lágmarka að skaða samband.  Tala um hegðun hjá hinum aðilum þ.e. hvernig hún hefur áhrif á mig.  Oftast eru allt aðrar tilfinningar en reiðin sem bjátar á.  Algengasti skilningurinn er misskilningur hjá fólki. 

Þegar verið er að ræða við börn þá er mikilvægt að sitja bara og hlusta. Aldrei rökræða við börn í æstu skapi.  Því meira sem rætt er það sem gerist því meira gera bæði börn og almennt allir sér grein fyrir samhengi hlutanna.  Í góðri hlustun erum við einungis að samþykkja að við heyrum það sem verið er að segja frá, ekki byrja að túlka eða gefa mat.

Varðandi ágreining á vinnustað er mikilvægt að skilja hvert eðli hans er. Þá er mikilvægt að nýta hegðunarrammann þ.e. hver á vandamálið. Kannski eru það báðir aðilar.  Muna eftir að fara alltaf inn í hegðun en ekki persónu.  Kynnt var 6 þrepa kerfið 1. Greina þarfir 2. Safna lausnum 3. Meta lausnir 4. Velja lausnir 5. Innleiða lausnir 6. Fara yfir niðurstöðu.  Starfsmannavelta á Íslandi er frekar há samanborið við löndin nálægt okkur.  Það að þú fáir að taka þátt í starfinu skiptir öllu máli.  Inn á www.gordon.is eru fjöldi rannsókna sem áhugavert er að skoða. 

Gróa Másdóttir er með BA gráðu og MA gráðu í sagnfræði og fornleifafræði frá HÍ. Lauk MBA gráðu frá HR árið 2010 og Markþjálfun árið 2014. Þá hefur Gróa einnig lokið námi í leiðsögn frá MK.

Ingólfur Þór Tómasson er vottaður ACC markþjálfi og hefur verið sjálfstætt starfandi í 15 ár. Hann hefur áratuga reynslu og þekkingu á rekstri fyrirtækja og hefur verið nátengdur rekstri ferðaþjónustu á Íslandi, í Noregi og víðar.

Þyri Ásta Hafsteinsdóttir er með BSc í sálfræði. Hún er menntaður stjórnenda markþjálfi og NLP markþjálfi. Þyri hefur komið að mörgu í gegnum árin s.s. mannauðsmálum, stjórnun, kennslu, ráðgjöf og fl.

 

Um viðburðinn

Spennandi ný tækifæri - L.E.T. ( Leader Effectiveness Training )

 

L.E.T. ( Leader Effectiveness Training ) - Gróa, Ingólfur og Þyri Ásta ætla að kynna áhugaverða nálgun til að nýta við stjórnun, samvinnu og samskipti. LET hugmyndafræðin kemur frá Gordon Training International sem stofnað var af Dr. Thomas Gordon og á erindi til stjórnenda sem og almennra starfsmanna. LET hugmyndafræðin byggir á samskiptafærni og á að baki sér 50 ára þróun. Hún er grunnurinn að öðrum leiðum Gordons eins og P.E.T. (Parent Effectivenss Training), T.E.T. (Teachers Effectiveness Training) o.fl. Hugmyndafræðin byggir á því að nota ákveðin samskiptaleg verkfæri út frá svokölluðum hegðunarramma. Farið er yfir L.E.T. hugmyndafræðina, áhrifaþætti og niðurstöður rannsókna sem tengjast henni.

 

Gróa Másdóttir er með BA gráðu og MA gráðu í sagnfræði og fornleifafræði frá HÍ. Lauk MBA gráðu frá HR árið 2010 og Markþjálfun árið 2014. Þá hefur Gróa einnig lokið námi í leiðsögn frá MK.

Ingólfur Þór Tómasson er vottaður ACC markþjálfi og hefur verið sjálfstætt starfandi í 15 ár. Hann hefur áratuga reynslu og þekkingu á rekstri fyrirtækja og hefur verið nátengdur rekstri ferðaþjónustu á Íslandi, í Noregi og víðar.

Þyri Ásta Hafsteinsdóttir er með BSc í sálfræði. Hún er menntaður stjórnenda markþjálfi og NLP markþjálfi. Þyri hefur komið að mörgu í gegnum árin s.s. mannauðsmálum, stjórnun, kennslu, ráðgjöf og fl.

Fleiri fréttir og pistlar

Nýtt o3 gervigreindarmódel frá OpenAI rýfur mörk greindarskala

Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!

Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.

https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844

https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/


https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
 


https://arcprize.org/blog/oai-o3-pub-breakthrough

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?