Í morgun héldu faghópar um mannauðsstjórnun, markþjálfun, stefnumótun og árangursmat fjölmennan fund í HR. Þrír fyrirlesarar þau Gróa, Ingólfur og Þyri Ásta kynntu áhugaverða nálgun til að nýta við stjórnun, samvinnu og samskipti. LET ( Leader Effectiveness Training ) - hugmyndafræðin kemur frá Gordon Training International sem stofnað var af Dr. Thomas Gordon og á erindi til stjórnenda sem og almennra starfsmanna. LET hugmyndafræðin byggir á samskiptafærni og á að baki sér 50 ára þróun. Hún er grunnurinn að öðrum leiðum Gordons eins og P.E.T. (Parent Effectivenss Training), T.E.T. (Teachers Effectiveness Training) o.fl. Hugmyndafræðin byggir á því að nota ákveðin samskiptaleg verkfæri út frá svokölluðum hegðunarramma. Farið var yfir L.E.T. hugmyndafræðina, áhrifaþætti og niðurstöður rannsókna sem tengjast henni.
LET byggir á þarfagreiningu, 360 gráðu mati, LET námskeiði og kerfisbundinni eftirfylgni. Í LET fræðsluumhverfinu er hægt að halda utan um starfsmannafræðslu á einum stað í samræmi við heildina. Í LET eru hagnýt verkfæri eins og virk hlustun, ég skilaboð, leið til að forðast átök, aðferð til að leysa átök þannig að allir séu sáttir, leið til að greina á milli viðhorfa og gilda. Stærsti þátturinn í LET árangurskerfinu er vinnustofa í bættum samskiptum. Á LET vinnustofu er lögð áhersla á heildarumhverfi þegar kemur að bættum samskiptum. Í LET er eftirfylgni, endurmenntun, reglulegt mat, stöðumat, markþjálfun og önnur ráðgjöf. LET vinnur með hegðunarramma 1. Annar á vandamálið 2. Ekkert vandamál 3. Ég á vandamálið 4. Við eigum vandamálið. Vissulega reyna allir að eiga ekkert vandamál.
Í LET er virk hlustun með öllum skynfærum, sýnu áhuga, sýnum skilning, viljum hjálpa, gefa sér tíma og tölum sama tungumálið. Þegar við erum í samræðum er alltaf spurning um vandamál þ.e. hver á þau. Rætt var um tólf hindranir: skipun, aðvörun, predikun, ráðfæra, rökræða, gagnrýna, hrósa, flokka, greina, hughreysta, spyrja og forðast. Hvernig á að lágmarka að skaða samband. Tala um hegðun hjá hinum aðilum þ.e. hvernig hún hefur áhrif á mig. Oftast eru allt aðrar tilfinningar en reiðin sem bjátar á. Algengasti skilningurinn er misskilningur hjá fólki.
Þegar verið er að ræða við börn þá er mikilvægt að sitja bara og hlusta. Aldrei rökræða við börn í æstu skapi. Því meira sem rætt er það sem gerist því meira gera bæði börn og almennt allir sér grein fyrir samhengi hlutanna. Í góðri hlustun erum við einungis að samþykkja að við heyrum það sem verið er að segja frá, ekki byrja að túlka eða gefa mat.
Varðandi ágreining á vinnustað er mikilvægt að skilja hvert eðli hans er. Þá er mikilvægt að nýta hegðunarrammann þ.e. hver á vandamálið. Kannski eru það báðir aðilar. Muna eftir að fara alltaf inn í hegðun en ekki persónu. Kynnt var 6 þrepa kerfið 1. Greina þarfir 2. Safna lausnum 3. Meta lausnir 4. Velja lausnir 5. Innleiða lausnir 6. Fara yfir niðurstöðu. Starfsmannavelta á Íslandi er frekar há samanborið við löndin nálægt okkur. Það að þú fáir að taka þátt í starfinu skiptir öllu máli. Inn á www.gordon.is eru fjöldi rannsókna sem áhugavert er að skoða.
Gróa Másdóttir er með BA gráðu og MA gráðu í sagnfræði og fornleifafræði frá HÍ. Lauk MBA gráðu frá HR árið 2010 og Markþjálfun árið 2014. Þá hefur Gróa einnig lokið námi í leiðsögn frá MK.
Ingólfur Þór Tómasson er vottaður ACC markþjálfi og hefur verið sjálfstætt starfandi í 15 ár. Hann hefur áratuga reynslu og þekkingu á rekstri fyrirtækja og hefur verið nátengdur rekstri ferðaþjónustu á Íslandi, í Noregi og víðar.
Þyri Ásta Hafsteinsdóttir er með BSc í sálfræði. Hún er menntaður stjórnenda markþjálfi og NLP markþjálfi. Þyri hefur komið að mörgu í gegnum árin s.s. mannauðsmálum, stjórnun, kennslu, ráðgjöf og fl.