Fundur var haldinn í morgun þann 12.febrúar hjá ISAL. Fyrirlesari var Auður Ýr Sveinsdóttir, leiðtogi gæðamála og straumlínustjórnunar hjá ISAL. Hún sagði frá samþættu stjórnkerfi fyrirtækisins sem byggir á árangursstjórnun skv. gæða-, umhverfis-, heilbrigðis- og öryggisstöðlum (ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001) og LEAN aðferðafræðinni.
Sagt var frá innleiðingu LEAN aðferðafræðarinnar og samþættingu hennar við fyrra stjórnkerfi ISAL; hvernig stöðugar umbætur eru notaðar til að bæta árangur og leysa vandamál; hvaða atriði eru mikilvægust í innleiðingu LEAN; hvaða jákvæðu áhrif hefur innleiðing LEAN haft á rekstur fyrirtækisins og hvað þarf til þess að LEAN geti lifað áfram í fyrirtækjum að mati stjórnenda ISAL.
Að lokinni kynningu og umræðum fengu gestir að fara í vettvangsferð til þess að skoða LEAN upplýsingatöflur.
Hér má sjá myndir af fundinum og vettvangsferðinni: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.633430276724926.1073741902.110576835676942&type=3&uploaded=42
Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka Auði og samstarfsmönnum hennar fyrir áhugavert erindi og einnig vil ég þakka Stjórnvísi félögum fyrir mætingu.
Næsti fundur er 19.febrúar næstkomandi sem ber heitið ,, Upplýsingaöryggi sem hluti af rekstri“. Fyrirlesarar eru Ólafur R. Rafnsson og Jón Kristinn Ragnarsson, ráðgjafar hjá Capacent.
Nánari upplýsingar og skráning hér: http://stjornvisi.is/vidburdir/542
Með kveðju,
Áslaug D. Benónýsdóttir
formaður faghóps um ISO staðla og vottanir